Innsýn - 01.04.1978, Blaðsíða 8

Innsýn - 01.04.1978, Blaðsíða 8
8 geta veitt sér það aðhald sjálfur, sem annars hefior verið hlutverk heimilisins. Ég lýsi ánægju minni yfir menntadeildunum tveim sem fyrirhugaðar eru við Hlíðar- dalsskóla. Þær opna unga fólkinu okkar möguleika á að halda áfram menntun sinni í skólum aðventista erlendis. Ungt fólk er betur sett við framhaldsnám í aðventskólum en í veraldlegum skólum. Veraldlegir skólar hafa auð- vitað margt að bjóða en þá skortir algjörlega þessi jákvæðu kristilegu áhrif aðventskólanna. Þessum kristilegu áhrifum býr maður að alla ævi. Núverandi kennarakraftur safnaðarins einkennist mikið af "bráðabirgða kenniurum." En með slíkum er varla hægt að byggja upp skóla til frambúöar. Söfnuðurinn ætti að taka þessxam málum traust- ari tökum og hreinlega biðja efnilega nemendur og jafn- vel "bráðabirgðarkennara" sína um að fara og læra meira til að fylla ákveðnar stöður við kennslustarf. ÓLAFUR KRISTINSSON Við hljótum að stefna að því að flest börn og \ang- lingar innan safnaðarins eigi kost á skólagöngu í safnaðarkóla. Á unglings aldri verður einstaklingur- inn fyrir áhrifum sem eiga drjúgan þátt í mótun hans. Lyndiseinkunn hans ræðst að mestu af þeim uppeldisáhrif- um sem heimilið og skólinn veitir honum. Gott kristið heimili ásamt góðxm safnað- arskóla eru því hornsteinn að framtíð barnanna og safn- aðarins. Við höfum notið þess hingað til að hafa úrvals- fólk í starfi við skólann okkar og við þurfum að tryggja að svo verði áfram með því að vekja áhuga efni- legs ungs fólks á skóla- starfi. Það er augljóst nú þegar, að mikil þörf er á sérmenntuðum kennurum. Það er því nauðsynlegt að kynna þessa þörf nemendum í efstu bekkjum grunnskóla og menntaskóla. Það þarf að gera þeim ljóst mikilvægi góðrar kristilegrar kennslu í starfi Guðs, og umfram allt að uppörva og styðja það sem hefur hæfileika og áhuga til þessa starfs. (Ólafur var einnig beð- inn, vegna starfs síns sem gjaldkeri samtakanna, um að segja stuttlega álit sitt á fjármálum skólanna. Svar hans er eftirfarandi:) Það atriöi sem mikið

x

Innsýn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Innsýn
https://timarit.is/publication/992

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.