Innsýn - 01.04.1978, Blaðsíða 11

Innsýn - 01.04.1978, Blaðsíða 11
aðarins er að leiða börnin til samfélags við Heilagan anda. Andinn vekur þau svo til að trúa á Jesúm. Mesta syndin í heiminum í dag, er að trúa ekki á Jesúm, enda er unnið kappsamlega að því að hindra menn í að trúa á Jesúm Krist. Þegar menn hafna Kristi, hafna þeir lífinu, - þeir hafna öllu. Samtíð okkar, sú, er börnin okkar alast upp með, vill sem minnst skipta sér af Kristi,en samtímis hljómar tilskipunin: "Kenn hinum unga veg þann, sem hann á að ganga." Spekingurinn segir: Vinn þú að því að hinn ungi, sé varðveittur frá guðsaf- neitrni, en leiddur til að trúa á Jesúm Krist. Varðandi unga fólkið og skólastarfið vil ég segja þetta: Unnið er hart á móti okkur. En við erum sett hér, til að uppörva hvert annað. Ég tel að bæði beint og óbeint ætti að uppörva hæfi- leika fólk til kennarastarfa innan safnaðarins. Nóg er til af hinu, afskiptaleys- inu og því sem niður drepur. SIGURÐUR BJARNASON Stefna í skólamálum aðventista á íslandi er sú sama og aðventista annars staðar í heiminxam. HÚn er 11 sú að búa nemendur undir lífið í þessum heimi og hið eilífa líf. Kristnir for- eldrar ættu að taka það sem sitt hlutverk að vinna að sáluhjálp barna sinna. Skól- inn er aðstoð þeirra í þessu hlutverki. Þegar við lítum á skóla- kerfi okkar sem slíkt er takmark okkar að skólagangan geti orðið samfelld í okkar eigin skóliim og kerfi okkar tengist loks skólum okkar erlendis. Nemandi sem hefur nám við skóla okkar hér ætti að geta haldið áfram í sam- felldu kerfi þar til hann hefur lokið námi erlendis. Þess vegna var bætt við framhaldsdeild í Hlíðardals- skóla og takmarkið er að þær verði tvær. Bömin okk- ar ættu ekki að hverfa af ----► 14

x

Innsýn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Innsýn
https://timarit.is/publication/992

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.