Innsýn - 01.04.1978, Blaðsíða 12

Innsýn - 01.04.1978, Blaðsíða 12
12 En, þú mátt fá dótið mitt, ef þú ' villt." "Og hvað átt þú?" spurði þjófurinn. "Nælu og úr sem pabbi og mamma gáfu mér, það er mjög verðmætt og fallegt, en - þú mátt taka það. Og svo" - hún andvarpaði "er það auðvitað nýi plötuspil- arinn minn og plöturnar, mér þykir voðalega vænt um þær, en "Ég vil engar plötur," sagði þjófurinn. "Er það ekki, þakka þér fyrir." Það lá við að Linda hrópaði upp yfir sig af gleði. "Á ég að fara upp og ná í hina hlutina?" "Nei," sagði hann "þú verður kyrr þar sem þú ert, eða það sem er ennþá betra, komdu með mér inn í stofu meðan ég lít í kringum mig." Hann gekk á undan inn í stofuna og lét hana setjast i sófann. Svo fór hann að leita í skúffunum. Þegar hann opnaði eina birti yfir honum. "Aha.' Eimmitt það sem ég hef verið að leita að.1 "silfur, einmitt þáð sem ég var að leita að." "Það er skrítið að þú skulir vita nákvæmlega hvar hlutirnir eru",sagði Linda. "Ég er nú atvinnumaður i þessu og þá verð ég að vita ýmislegt". Þjófurinn hló og virtist skemmta sér vel meðan hann tróð silfxar- hnifapörum og kerta- stjökum niður i töskuna. Hann var svo önnum kaf- inn næstu minúturnar að hann steinþagði. Linda hnipraði sig saman i stóln- um og horfði forvitnislega á hann. En allt i einu fór hjartað að slá hraðar, þvi hún heyrði þjófinn segja, "það er ekkert verðmætt eftir hér, við skulum fara inn á skrif- stofuna hans pabba þins

x

Innsýn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Innsýn
https://timarit.is/publication/992

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.