Innsýn - 01.04.1978, Blaðsíða 13

Innsýn - 01.04.1978, Blaðsíða 13
og vita hvað þar er að finna." "Ekki hafa hátt," sagði Linda og gekk á undan. En þegar hún kom að skrifstofudyrunum, mundi hún allt í einu eftir því að allt það sem pabba fannst sérstaklega varið í var þarna inni og hún vissi að hann yrði ákaf- lega leiður ef það væri tekið. "Viltu gera mér annan greiða?" hvíslaði hiín. "Viltu leyfa mér að læðast upp á loft og ná í dótið mitt í staðinn, það er mikið auðveldara að bera það með sér og það er mjög verðmætt, ég skal meira að segja gefa þér það allt saman ef þú snertir ekkert af þvi sem tilheyrir pabba." Þjófurinn starði á Lindu stórum undrunaraugum. "Farðu þá" sagði hann. Linda læddist upp stig- ann og inn í herbergið sitt. Hún geymdi dýrgrip- ina sína í litlu skríni, sem lá í efstu kommóðu- skúffunni. HÚn gekk beint að kommóðunni og tók skrínið upp. HÚn þrýsti því að sér og stórt tár lak niður kinnina og nið- ur í annað munnvikið, hún fann saltbragð í munninum. "Æ" andvarpaði hún "það er víst best að fara niður aftur". Hún læddist aftur 13 varlega niður stigann og inn í stofuna. Þjófurinn var enn þá áð leita í skúffum og skápum. "Hérna er það sem ég á," sagði Linda. "Jæja, leyfðu mér að sjá" tuldraði hann. Hún rétti honum lítið gullúr sem hékk í þunnri gullkeðju. "Frænka mín gaf mér það í jólagjöf fyrir tveim árum. Það er mjög fallegt og ég kem til með að sakna þess, ég nota það bara við sérstök tæki- færi." Þjófurinn leit á Lindu og sá að augum flutu í tárum og síðan á úrið og gullkeðjuna. "Hérna er armbandsúrið mitt, ég fékk það í afmæl- isgjöf í síðustu viku frá mömmu og pabba. Það varð smáþögn meðan Linda velti úrinu í lófanum. "Ég ætl- aði að nota það á hverjum degi." Það er ekki gott að ímynda sér hvað þjófurinn hugsaði þar sem hann stóð og horfði á Lindu. Ef til vill var hann ekki eins slæmur og aðrir þjófar og skammaðist sín hálfpartinn fyrir að taka þessa dýr- gripi frá lítilli stúlku sem elskaði aðra svo mikið meira en sjálfa sig. Hann snerti ekkert á skrifstof- unni og fór reyndar fljót- lega.

x

Innsýn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Innsýn
https://timarit.is/publication/992

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.