Innsýn - 01.04.1978, Blaðsíða 16

Innsýn - 01.04.1978, Blaðsíða 16
tVtíU.ii' J^árnaé heilla jónína Guðmundsdóttir og Þröstur Steinþórsson eignuðust sitt fyrsta barn 11.febrúar s.1. Það var drengur og hefur hann hlotið nafnið Hjalti. Hann var 16 merkur og 53 sm. María Helgadóttir, Keflavík, útskrifaðist 3.feb.s.l. sem sjúkraliði. * NORÐURLANDA UNGMENNAMÓT 20.júlí - l.ágúst í ÞÓrs- höfn Færeyjum. íslendingar boðnir sérstaklega að vera með þeir sem hafa áhuga snúi sér til skrifstofunnar. Meirs um þetta í næsta blaði. * 26.nóvember s.l. voru 150 ár liðin frá fæðingu Ellen G.White. Sennilega hefiir enga mannlegu veru grunað þá hvílík áhrif þessi einstakl- ingur ætti eftir að hafa með bréfi sínu og skrifum, og að hún yrði sérstaklega kölluð af Guði til að flytja heiminum áríðandi boðskap. Púls-úr. NÚ er hægt að fá sér úr sem tekur púlsinn' Bara ýta á takka og talan kemur fram á úrinu. Verðið er ennþá e.t.v full mikið, 500.000 kr. fyrir 14 karata gullúr með keðju, en von er á að sams konar stálúr kosti ekki nema 80.000 kr.T (Life & Health) * Hefirðu ekki heyrt að epli sé nokkurs konar tannbursti, sem hreinsi tennurnar og komi í veg fyrir tannskemmd- ir, þar sem sýran í þeim örvi munnvatnsrennsli, sem er afsýrandi, og verkar sem vörn gegn sýrum úr.sykur- leifum? En þetta a ekki að vera alveg rétt samkvæmt British Medical Journal. Hinar sterku sýrur eplanna ásamt sykurinnihaldi þeirra eru öflugri til eyðilegg- ingar heldur en sú auka vörn, sem fæst með auknu munnvatnsrennsli. Góð tannverndunarfæða eru saltaðar hnetur og ostur, sem auka munnvatnsrennslið og hafa lítið af kolvetnum, sem gerjast svo £ tönnunum. Einnig er lítil sýra í þess- um fæðutegundum. Úrval,(Medical News).

x

Innsýn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Innsýn
https://timarit.is/publication/992

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.