Innsýn - 01.05.1978, Blaðsíða 4

Innsýn - 01.05.1978, Blaðsíða 4
Lesendaþáttur í umsjá Einars V. Arasonar Jæja, ég tek mér þá penna í hönd og ætla að skrifa ykkur loksins. Mér þótti gaman að 2.tbl.Innsýnar. Þar kom margt fram varðandi heil- brigði, sem ég hafði ekki hugsað út í áður. Svo er efnið lxka fjölbreytt - eitthvað fyrir alla. Það er líka mjög gaman að sjá greinar \im menn sem koma hingað í heimsókn - maður kynnist þeim betur við að frétta að t.d. Huzzey er úrsmiður að iðn. E.t.v. ætti Innsýn að gera svona lagað oftar, og ekki kynna bara útlendinga heldur líka íslendinga sem við um- göngumst, en vitum oft ekki mikið um. Hvernig væri líka að fá viðtöl við fólk? - ánægður. Það er ritstjótninni mjög gagnlegt að fá tillögur um efni blaðsins eins og hér að ofan. Lesandi góður, vertu ófeiminn við að hafa sam- band við okkur og koma með tillögur og senda okkur greinar. - Ritstj. ATHUGASEMD (leiðrétting) Vegna greinarkorns sem birtist í síðasta tölublaði Innsýnar 3.tbl - 1978, vil ég benda á að ekki er þar allt rétt eftir mér haft. Vil ég því leiðrétta þrjú atriði. 1. Mikil nauðsyn er að eiga barnaskóla í öllum söfnuðunum. Einnig 7.8. og 9.bekk grunnskóla (á HDS auðvitað) þá finnst mér athugandi að hjálpa ungling- unum til náms í framhalds- skólim okkar erlendis. 2. Það sem ég talaði um að skólana okkar vantaði í fjölbreytni er: enn meiri handmennt og önnur verkleg kennsla. Við þyrftum að standa saman um að skapa að- stöðu fyrir þessar greinar. 3. Okkur vantar fleiri kennara, þess vegna ættum við að hvetja unga fólkið, okkar, til að mennta sig til starfa við skólana. Ég er hreint ekki þeirrar skoðunar að við höfum annars flokks kennara, síður en svo. Ólöf Haraldsdóttir.

x

Innsýn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Innsýn
https://timarit.is/publication/992

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.