Innsýn - 01.05.1978, Blaðsíða 7

Innsýn - 01.05.1978, Blaðsíða 7
7 Hvaá gera skátar? Attðvitinn Einhvern tíma getur það komið sér vel að kunna á kort og áttavita. En jafn- framt er hægt að hafa mikið gaman af korta og áttavita leikjum, í einhverri göngu- förinni með flokknum. Áttavitinn er einfalt cæki, aðeins segulnál sem snýst á ás. Enginn veit hver bjó t.il þann fyrsta. En eins einfalt tæki og átta- vitinn er, hefur hann orðið til þess að heilar heimsálf- ur hafa fundist. Og enn þurfum við á honum að halda þegar við erum að ferðast. Segulnálin í áttavitnannm stefnir ætíð í norður. En höfuð áttirnar eru norður, suður, austur og vestur, og þar á milli eru norð-austiir, suð-austur, suð-vestur, og norð-vestur. Venjulega pegar við erum á staó sem við þekkjum vitum við átt- irnar án þess að nota átta- vita. En í ókunnu umhverfi getur það orðið erfitt að vita áttirnar án áttavita. Og getur áttavitinn þá komið sér vel. Mikilvægasti hluti átta- vitans er segulnálin. Þegar áttavitanum er snúið eða þegar hann er hreyfður snýst nálin þar til að hún stefnir í norður. HÚn stefnir þó ekki á norður-pólin, heldur í se’gul-norður sem er nálægt Hudson Bay um 1400 mílur suður af Norðurpól. Á hringskífunni utan um segulnálina eru merktar 360 °. Þessar 360 ° eru notaðar til að gefa til kynna áttirnar merktar í tölustöfum eða stigum. Höfuðáttirnar í stigum eru 090° austur , 180° suður 270° vestur og 360° eða o° norður. 11

x

Innsýn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Innsýn
https://timarit.is/publication/992

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.