Innsýn - 01.05.1978, Blaðsíða 11

Innsýn - 01.05.1978, Blaðsíða 11
11 erlendur skóli tekur þeim fram. Nær væri að brýna fyrir unglingunum að vera vitni um trú sína í utan- safnaðarskólunum. Margir hafa staðið sig vel fyrr og síðar á þessum vettvangi, og ættu að vera fordæmi þeirra, sem á eftir koma og huga að framhaldsmenntun. Orðið er laust. Skúli Torfason. NÚ er að svara Skúla og ekki láta hann "sitja á tungunni". Hvað mega tann- læknar annars "fara langt"?.' 7 NOTKUN ÁTTAVITANS ER AUÐVELD Það er ekkert erfitt í meðferð áttavita ef þú manst nokkur auðveld atriði. Ein- faldasti áttavitinn í notkun er Silva áttavitinn. Skífan og nálin eru fest á plast- plötu sem hefur merkta leið- ar-ör. Þrjú skref gera hann auðveldan í notkun. a) Leggðu kantinn á plast- plötunni með línunni á kort- inu sem þú ætlar að ferðast eftir. b) Snúðu skífunni á átta- vitanum þar til örin inni í skífunni stefnir með norður og suðurlínunni á kortinu. c) Snúið síðan áttavitanvun þar til að örin inni í skífunni snýr eins og segul- nálin. Til þess að ferðast eftir þeirri ákveðnu stefnu sem tekin hefur verið, farið nú eftir leiðar-örinni á plötunni (áttavitanum) og finnið ykkur kennileiti sem örin stefnir á. Þegar þið hafið náð kennileitinu ykkar takið þá áttavitann upp aft- ur og miðið á nýtt kenni- leiti. Ef þú manst þessi þrjú skref getur þú ferðast hvar sem er með áttavita. Björn Sturlaugsson

x

Innsýn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Innsýn
https://timarit.is/publication/992

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.