Innsýn - 01.05.1978, Blaðsíða 13

Innsýn - 01.05.1978, Blaðsíða 13
hefði gefið honum munina." ÞÓ að Linda vissi ekki af hverju þá byrjuðu hend- urnar á henni að titra og tárin streymdu niður kinn- arnar, Hún sagði lögreglu- þjóninimi og mömmu frá því sem hafði gerst. "Ég heyrði í honum," snökkti hún "og - ág vissi að mamma yrði hrædd svo mér datt í hug að biðja hann um að vekja hana ekki, ég lædd- ist niður - og bað hann um það, hann var ekkert óvin- gjarnlegur þó hann hafi hlegið að mér. Og ég var hjá honum og - sagði honum að hann mætti eiga allt dótið mitt ef hann snerti ekkert af því sem pabbi og mamma ættu. Hann, hann var ekkert svo vondur þjófur og hann sagði að ég væri vel upp alin stúlka." Þegar Linda hafði lokið sögunni af næturævintýrinu brosti lögregluþjóninn og sagði "þú ert regluleg hetja Linda litla, mamma þín og pabbi geta verið hreykin af þér'.' "Það er ég líka," sagði mamma. "Hugsa sér að hún hafi lagt sig í hættu til þess að ég yrði ekki hrædd og láta svo þjófinn fá dýrgripina sína svo hann tæki ekki hlutina frá okkur pabba. Það held ég að pabbi verði glaður þegar hann kemur heim og heyrir lam litlu hetjuna sínar" Linda hafði nú alls ekkert á móti því að vera kölluð hetja, hún vonaði bara að það kæmu ekki fleiri óvelkomnir gestir í heimsókn. Ja?ja krakkar, þá er nú sag- an um hana Lindu búin, þetta er sönn saga, sem á að kenna okkur að reyna alltaf að koma í veg fyrir að eitthvað ljótt sé gert. Ég vona að ykkur hafi fund- ist hún skemmtileg. Kær kveðja, Björk.

x

Innsýn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Innsýn
https://timarit.is/publication/992

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.