Innsýn - 01.06.1978, Blaðsíða 3

Innsýn - 01.06.1978, Blaðsíða 3
ir reiðinnar er fyrsta skrefið til þess að sigrast á henni. SÚ tegund reiði sem hér verður rædd er ekki sú sem kalla má réttláta gremju. Slík heilög reiði er sjaldgæf vegna þess að hún ber ekki kala til persónu, heldur aðeins til málefnis. Hin tegundin er algengari, og má kalla hana "venjulega reiði." Hvers vegna vakna reiði- tilfinningar? Tvennt þarf til: (a) ytri aðstæður og (b) viðhorf okkar sjálfra til ytri aðstæðna. Þegar þetta tvent er skilið rétt, er komið að kjarna þess sem orsakar reiði. Athugum fyrri orsök reiðinnar "ytri að- stæður". Dæmi um slíkt væri, eins og oft er talað um, að þessi eða hinn hafi með athöfnum eða orðum reitt okkur til reiði. En það er hæpið að kenna eingöngu "ytri aðstæðum" um reiði, því þá væri búið að útiloka sjálfstæða skoðun/hugsun. Hins vegar er nauðsynlegra að athuga annað atriðið, "hvernig bregst ég við ytri aðstæðum." Hér kemur að því sem erfiðast er að kyngja þegar reiðinnar er getið, því þetta atriði beinist að okkvir sjálfum og gefur engimi taekifæri á að skjóta ábyrgð- inni yfir á annan. Sálfræð- ingar eru yfirleitt sammála um að reiði fæðist ekki 3 vegna ytri aðstæðna fyrr en ég hef túlkað ytri aðstæður mér í óhag. Þetta þýðir að ef ég túlka athafnir eða athafnaleysi annars manns sem hindrun áforma minna, særandi sóma minum, eða sem árás á sjálfsvirðingu mína, þá fyrst vaknar reiðin og ekki fyrr. Það er því túlk- un mín á atferli annars manns, frekar en atferlið sjálft sem ræður hvort ég bíð innri ósigur, auðmýkingu (þ.e.reiðist) eða viðheld og gæti sjálfsvirðingar og sjálfstrausts míns. Til að gera langt mál stutt má segja (og endur- segja) : maður er sjálfur orsök reiði sinnar en ekki mótherjinn. Þetta kann að virðast undarlegt en samt satt. Orsök reiði er fyrst og fremst að finna í van- máttarkennd, skorti á sjálfs- virðingu og sjálfsstjórn; maður sem 'a sjálfsstjórn stýrir einnig ytri aðstæðum og getur hlegið af persónu- legiim ófrægingum ef svo ber undir, án þess að reiðin nái tökum á honum. Reiðin er merki innri veikleika en ekki mátt. G.K. Stuðst hefur verið við: Sxmon J.Ágiistsson:Sálfræði H.JÓnsson: Félagsstörf

x

Innsýn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Innsýn
https://timarit.is/publication/992

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.