Innsýn - 01.06.1978, Blaðsíða 11

Innsýn - 01.06.1978, Blaðsíða 11
11 að okkur því að ef við setj- um allt okkar traust á hann, þá mun hann ekki bregðast okkur. Það var eitt kvöld er ég var þungt hugsi, að ég tók mér gimstein eins og ég geri svo oft bæði í sorg og gleði. En þetta ákveðna júlíkvöld dró ég einmitt það sem ég þurfti mest á að halda og hefur gefið mér algert traust á Guði sem ég hef haft frá þeirri stundu og sem ég vil aldrei missa. En gimsteinninn var JÓsúa 1,9. "Hefi ég ekki boöið þér:Ver þú hughraustur og öruggur? Lát eigi hugfallast og ótt- ast eigi; því að Drottinn, Guð þinn, er með þér í öllu, sem þú tekur þér fyrir hend- ur." Ekkert er yndislegra en að leyfa Guði að tala b>eint til sín í gegnum orð hans. Já, treystu honum í öllu því sem þú tekur þér fyrir hend- ur því hann hefur lofað að vera með þér, og ég get lofað þér því að þú munt ekki verða fyrir vonbrigðum. - Stundxim finnst þér kannski að Guð svari ekki bæn þinni á þann hátt sem þú helst vildir. fin, hann veit, hvað þér er fyrir bestu og við skulum ekki taka fram fyrir hendurnar á honum og ákveða sjálf og segja Guði hvernig hlutirnir eigi að vera, nei, heldur treystum honuml Treystir þú honum? Odda. TREYSTIK MÍ HONIIM? "Treystu Drottni af öllu hjarta en reiddu þig ekki á eigið hyggjuvit," segir í Orðskviðunum 3,5. - Ert þú einn af þeim sem getur sagt með vissu, já ég treysti honum? Guð hefur gefið okkur mörg fyrirheit og lof-

x

Innsýn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Innsýn
https://timarit.is/publication/992

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.