Innsýn - 01.06.1978, Blaðsíða 12

Innsýn - 01.06.1978, Blaðsíða 12
andaqáfuhrEtffinqin Andagáfuhreyfingin hefur farið eins og eldur í sinu um heiminn á undanförnum árum. 1 okkar augxim er þekktasta fyrirbrigðið innan þessarar hreyfingar senni- lega tungutalshreyfingin, þ.e. hæfileikinn til að verða gagntekinn Heilögxom arda og tala mál sem mann- legar verur ekki skilja, nema það sé túlkað fyrir þá af einstaklingi sem gefin er túlkunargáfa af andanum. Mörgum finnst ýmis atvik tengd þessari hreyfingu ein- kennileg, eins og þegar t.d. ungi maðurinn, sem var í hópferðalagi með trúfélögum sínim, vaknar um miðja nótt og fer að skellihlægja. Brátt eru allir haldnir óstöðvandi hlátri. Þetta var ekki svo slæmt í sjálfu sér, en þegar fólkið lýsir þessu sem úthellingu Heilaas anda, þá horfir málið öðru- vísi við. Birtist Andinn á þennan hátt? Er mögulegt að úthelling Andans sé að eiga sér stað í ríkum mæli? Erum við þá eftirbátar í þessu tilliti? Ættum við að kepp- ast að því að "tala tungum"? Við getiam ekki litið fram hjá þessari hreyfingu eins og hún sé ekki til eða komi okkur ekki við. Margir kristnir framámenn álíta að hún sé verkfæri í höndum Guðs til að sameina kristna söfn- uði. Sagt er að þetta sé það stórkostlegasta sem hef- ur gerst í kristninni síðan siðabótin byrjaði, eða jafn- vel síðan á dögxam postulanna. Við verðum því að taka af- stöðu til þessara hluta. Segir ekki Ritningin að Guð muni úthella anda sínum yfir mannkynið á hinum síðustu dögum? Erum við að fara á mis við þá úthellingu? Við verðum að taka afstöðu - ekki í blindni, ekki bara með því að fylgja því sem okkur er sagt frá ræðustóli, heldur með því að rannsaka málið sjálf, rannsaka Guðs orð. Það er mikið í húfi, því annað hvort erum við að útiloka blessun Guðs frá okkur og verðum þannig "andlegir fjörulallar" eins og við höfum verið kölluð, eða við stöndum frammi fyrir hraðilegri blekkingu. Og við megum ekki annað en láta afstöðu okkar mótast af því sem Guð hefur opinberað um þessi mál. Minnumst þess líka, að eftir því sem end- irinn færist nær munu trúar- hreyfingar aukast, blekking- ar munu verða miklar. Við verðum að vita hvar við stöndum.

x

Innsýn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Innsýn
https://timarit.is/publication/992

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.