Innsýn - 01.06.1978, Blaðsíða 13

Innsýn - 01.06.1978, Blaðsíða 13
13 Hvað getum við gert? í fyrsta lagi, þá megum við ekki fordæma neitt án þess að hafa rannsakað það gaum- gæfilega frá Biblíulegu sjónarmiði. Því er það okk- ar fyrsta skylda að fara til Biblíunnar og spyrja hana. Lesum vel þá hluta hennar sem ræða um andagáfur og tungutal. Reynum að sjá heildarmyndina sem dregin er upp áður en við látum vers eða hluta úr versum standa í okk\ir og valda vandræðum. Svo ættum við að spyrjast fyrir um hvernig hinir kristnu á fyrstu öldunum e. Kr. litu á þessa hluti. Einnig ættum við að athuga vel það sem Ellen White segir \mi þetta og trúarvakn- ingar á síðustu tímum (27. kafli Deilunnar miklu er á enskunni kallaður "NÚtíma trúarvakningar". Lesið þann kafla vel) Þegar þetta hefur verið gert, þá fer ýmislegt að skírast. Við munum sjá, að síðustu tímar munu einkenn- ast af fölskum trúarvakning- um áður en hin sanna trúar- vakning á sér stað. Við munum líka sjá, að lýsing LÚkasar í öðrum kafla postulasögunnar á úthellingu Andans og tungutali er allt annars eðlis en lang flest það sem við sjáum í dag inn- an tungutalshreyfingarinnar. Við uppgötvum líka að tungu- talsgáfan er ekki meiri háttar gáfa; hún er jafnvel nefnd síðust, þegar gjafir andans eru nefndar. Ég ætla ekki að fara nán- ar út í hvað við finnum um þessa hreyfingu í Biblíunni, það verður að bíða betri tíma. En við verðum sem söfnuður og einstaklingar að vera vakandi fyrir þeim tíma sem við lifum á, og vita hvað er að gerast í kringum okkur. Enda hvetur Páll okkur: "Prófið allt; haldið því, sem gott er. Haldið yður frá sérhverri mynd hins illa." 1.Þess.5,21.22. E.V.A.

x

Innsýn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Innsýn
https://timarit.is/publication/992

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.