Innsýn - 01.10.1978, Blaðsíða 3

Innsýn - 01.10.1978, Blaðsíða 3
„Líkt er himnaríki fjársjóöi, er fólg- inn var í akri, en maður nokkur fann og faldi, og í gleöi sinni fer hann burt og selur allt, sem hann á, og kaupir akur þennan." Matt. 13, 44. Til forna voru menn vanir aö fela fjársjóöi sína í jörðu. Það var mikið um þjófnaöi og rán. Og í hvert skipti sem landið fékk nýja stjórnendur, gátu þeir, sem áttu miklar eignir, búist viö því að þurfa aö greiða háa skatta. Auk þess var stöðug haetta á innrás rænandi herflokka. Því var það að hinir auðugu reyndu að varðveita auðæfi sín með því að fela þau, og jörðin var álitin öruggur felustaður. En oft gleymdist felustaðurinn; ef til vill iést eigandinn, eða þá varð hann aðskilinn frá fjársjóði sínum vegna fangelsunar eða útlegð- ar. Auðæfin sem hann hafði lagt svo mikið á sig til að varðveita, voru eftir skilin handa hinum heppna finnanda. Það var ekki óalgengt á dögum Krists að menn fyndu gamla peninga og skartgripi úrgulli og silfri í eyðiakri. Maður leigir land til ræktunar, og þegar verið er að plægja með uxum, kemur falinn fjársjóður í Ijós. Þegar maðurinn uppgötvar fjársjóðinn sér hann möguleika á feiknaauðæfum. Hann gengur frá fjársjóðnum aftur í felustaðnum, fer aftur heim til sín og selur allt sem hann á til þess að geta keypt akurinn með fjársjóðnum í. Fjöl- skylda hans og nágrannar halda að hann sé búinn að missa vitið. Þeir líta á akurinn og sjá ekkert verðmætt við þessa yfirgefnu landspildu. En maður- inn veit hvað hann er að gera; og þegar hann er búinn að ganga frá kaupunum, rannsakar hann sérhvern hluta akursins til þess að finna fjár- sjóðinn sem hann er búinn að tryggja sér. Þessi dæmisaga útskýrir verðmæti hins himneska fjársjóðs, og hvað menn ættu að leggja á sig til þess að eignast hann. Sá sem fann fjársjóðinn í akrinum var reiðubúinn að fórna öllu sem hann átti, tilbúinn að leggja á sig þrotlausa vinnu, til þess að tryggja sér hin földu auðæfi. Þannig mun sá sem finnur hinn himneska fjársjóð ekki telja neina vinnu of mikla, né neina fórn of stóra, til þess að öðlast fjársjóð sann- leikans. Akurinn með falda fjársjóðinn, táknar, í dæmisögunni, Heilaga Ritn- ingu. Og fagnaðarerindið er fjársjóður- inn. Jafnvel jörðin sjálf er ekki svo full af gulli og dýrum hlutum, að það jafnist á við GuðsOrð. Hvernig falinn Fjársjóðir fagnaðarerindisins eru sagðir vera faldir. Þeir sem eru vitrir í eigin augum, útblásnir af kenningum hégómlegrar og einskis nýtrar heim- speki, sjá ekki fegurð, kraft né leyndar- dóm frelsunaráformsins. Margir hafa augu, en sjá ekki; hafa eyru, en heyra ekki; hafa vitsmuni en greina ekki hinn faldafjársjóð.

x

Innsýn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Innsýn
https://timarit.is/publication/992

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.