Innsýn - 01.10.1978, Blaðsíða 14

Innsýn - 01.10.1978, Blaðsíða 14
Bókin „ÓVÆNTAR STAÐREYNDIR UM SÖGU JARÐAR“, nýút- komin hjá bókaútgáfunni Fell og Tölvusetningu, er þýdd úr ensku og er eftir einn þekktasta vísindamann Sjöunda dags aöventista, Dr. Harold Coffin. Hann kom til íslands fyrir rúmum tíu árum og skoðaði þá m.a. Surtsey. Bók þessi varpar Ijósi á spurningar eins og: ★ Hafa vísindin verið eins vísindaleg og menn hafa viljað vera láta? ★ Hversvegna sögusagnir um Nóaflóð? ★ Hvað segja steingerð fótspor okkur? ★ Voru til fuglar áður en fuglar höfðu þróast? ★ Hver er leyndardómurinn sem loftsteinar hafa afhjúpað? Við náðum tali af Erlingi Sigurðssyni hjá Tölvusetningu og spurðum hann um bókina. „Um hvað er þessi bók?“ ,,Ég tel að þetta sé bók sem allir aðventistar ættu að eignast og lesa, auk þess sem hún hentar einkar vel til gjafa. Hún sýnir okkur að frá vísinda- legu sjónarhorni eru frásagnir Biblí- unnar ekki síður vísindalegar en þró- unarkenningin, svo og aðrar slíkar get- gátur manna. Þessi bók er nátengd aðventboð- skapnum, þar sem grundvöllur hvíldar- dagsboðorðsins byggist á trúnni á sköpun en ekki þróun. Það hefur verið sagt að sannleikurinn sé alltaf auðskil- inn en villan sé ævinlega torskilin, og má svo með sanni segja þegar saman- burður er gerður á þróun og sköpun. Ég tel að hér séu haldgóð vísindaleg rök fyrir sköpun sett fram og að mínu mati eru kenningar bókarinnar óvé- fengjanlegar." „Hvað kom til að þú fórst að gefa þessa bók út?“ „Mér fannst að alltaf hafi verið mikil vöntun á slíkri bók enda mun engin hliðstæð bók hafa komið út á ís- lensku." „Fyrir hverja er þessi bók aðal- lega?“ „Þetta er mjög forvitnileg bók fyrir hvern sem er. Hún er skrifuð á léttu og aðgengilegu rnáli." „Reiknarðu með að hún verði notuð í skólum?“ „Já, það vona ég. Hún hefur verið kynnt í menntaskólum og fjölbrauta- skólum og er til sölu í bóksölum skólanna í Reykjavík. Þessi bók á tví- mælalaust erindi í skólana og væri ánægjulegt ef hún yrði notuð þar sem ítarefni, þ.e. til frekari fræðslu." Við þökkum Erlingi fyrir viðtalið, og óskum honum alls góðs með útgáfu þessarar bókar. Við teljum þetta það merkilegan viðburð að við auglýsum bókina í miðopnu blaðsins (Sjá bls. 12 og 13). Bókina er hægt að fá í Bókaforlagi Aðventista, Ingólfsstræti 19 og hjá Er- lingi Sigurðssyni, Sörlaskjóli 8. Hún er 174 bls. prýdd um 200 myndum og er kápan litprentuð. Bókin kostar aðeins kr. 3.000,-

x

Innsýn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Innsýn
https://timarit.is/publication/992

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.