Innsýn - 01.10.1978, Blaðsíða 22

Innsýn - 01.10.1978, Blaðsíða 22
22 „Það er erfiðara en ég hélt að byggja hundagirðingu," sagði pabbi og lagðist upp í sófa með dagblöðin. „Nei, sjáiði! það var brotist inn hjá Green fjölskyldunni í gær, þetta er þriðja innbrotið hérna í nágrenninu á stuttum tfma!“ „Ég vona að það verði ekki brotist inn hjá okkur,“ sagði Raggi. „Ekki rneira," stundi mamma. Hún var aftur að horfa út um gluggann. „Glaður komst út úr girðingunni. Hann er á leiðinni heim með vörubíl!" „Vitleysa," sagði pabbi. „Glaður getur ekki borið vörubíl." „Það er leikfangabíllinn hans Birgis litla“, útskýrði mamma. Þegar Raggi opnaði dyrnar skokkaði Glaður inn með vörubílinn f munninum. Moldarkögglar duttu af loðnum löppunum niður á teppið. Það leið ekki á löngu áður en pabbi hans Birgis birtist neðar á götunni, hann virtist reiður og hann stefndi í áttina til þeirra. „Þessi hundur er öllum til ama,“ sagði pabbi Birgis þegar hann kom inn í húsið. „Ef hann veldur fleiri vandræðum næ ég í hundaeftirlitið." Hann þreif bílinn af Glað og labbaði heim. Glaður dinglaði skottinu, honum líkaði vel við pabba Birgis. „Verður Glaður tekinn frá okkur?“ Raggi var mjög dapur. „Það er hætta á því vinur minn,“ sagði pabbi, „nema við getum haldið honum rólegum. Við verðum að byggja sterkari girðingu, en í nótt skulum við hafa hann í kjallaranum. Raggi átti erfitt með að sofna, þetta kvöld. Hann hafði svo miklar áhyggjur af Glað. Hann var rétt sofnaður þegar hann vaknaði við hátt gelt í kjallaranum. Raggi stökk fram úr rúminu. „Þessi hundur,“ stundi pabbi og staulaðist eftir ganginum að kjallara hurðinni. Áður en hann komst þangað var bankað harka- lega á útihurðina. Pabbi fór til dyra, fyrir utan stóðu nokkrir nágrannanna á náttfötunum. „Geturðu ekki þaggað niður í þessum hundi," sögðu þau reiðilega, nærri því í kór. „Við. . . “ Þau hættu öll að tala og hlustuðu. „Hjálp!, hjálp! “ „Það er einhver að kalla á hjálp,“ sagði pabbi Birgis, ,,hljóð:n koma úr kjallaranum!"

x

Innsýn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Innsýn
https://timarit.is/publication/992

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.