Innsýn - 01.10.1978, Blaðsíða 23

Innsýn - 01.10.1978, Blaðsíða 23
23 Þau hlupu aö kjallarahurðinni, Raggi opnaði hana og kveikti Ijósið. Á gólfinu lá lítil skjálfandi mannvera. Yfir henni stóð Glaður. Hann var búin að eignast nýjan vin að því að hann hélt og sleikti manninn í framan eins og hann væri sleikibrjóstsykur. „Bjargið mér!“ kallaði litli maðurinn veiklulega. Enginn hreyfði sig. Allir horfðu á hlutina sem dottið höfðu úr tösku mannsins þegar Glaður hoppaði á hann. „Þetta er þjófurinn!" sagði pabbi Birgis. „Þarna eru silfurhnífa- pörin okkar.“ „Og þetta er úrið mitt!“ sagði frú Elmer. „Glaður hefur náð þjófnum." „Viljiði taka þessa ófreskju ofan af mér“ bað þjófurinn milli þess að Glaður sleikti hann. Raggi man alltaf þessa nótt! Lögreglan hirti þjófinn og blaða- menn komu og tóku myndir af Glað. Frú Elmer og pabbi Birgis lofuðu því að þau skyldu hjálpa til við að endurreisa hundagirðinguna. Allir klöppuðu Glað, núna var hann hetjan þeirra. í blöðunum daginn eftir birtust myndir af Glað umkringdum brosandi nágrönnunum á náttfötunum. „Er þetta ekki stórkostlegt," sagði Raggi stoltur. „Glaður fær fólk til að hlæja.“ Jæja krakkar, komið þið nú sæl. Þá hittumst við aftur eftir smá sumarfrí. Ég vona að sumarið hafi verið skemmtilegt. Mig langar svo til að heyra frá ykkur um eitthvað skemmtilegt eða sérstakt sem þið hafið lent í eða gert í sumar. Væruð þið ekki til í að skrifa í Opnuna okkar annað hvort sjálf eða þá fá einhvern til að hjálpa ykkur. Ég get ekki lofað að allt verði birt það fer eftir því hve margir skrifa. Munið að setja nafn og heimilisfang undir bréfin. Utanáskrifin er: Opnan okkar Box 262 101 Reykjavík. Ég hlakka til að heyra frá ykkur sem allra fyrst. Kær kveðja Björk

x

Innsýn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Innsýn
https://timarit.is/publication/992

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.