Innsýn - 01.12.1978, Blaðsíða 4

Innsýn - 01.12.1978, Blaðsíða 4
4 Þvílík frétt.' Lausnari heimsins,Messías, var fæddur. "Og í sömu svipan var með englinum f jöldi himn-- eskra hersveita, sem lofuðu Guð og sögðu: Dýrð sé Guði í upphæðum, og friður á jörðu með þeim mönnum, sem hann hefur velþóknun á." (Lúk.2,13-14) Aldrei nokkurn tíma hafði annar eins söngur heyrst á jörðunni. "Dýrð sé Guði..." Fjárhirðarnir flýttu sér til borgarinnar og fundu barnið. Þeir yfirgáfu hjörðina og hugsuðu ekki tm mögulegan atvinnumissi. Fyrir þeim var það aðalatriðið að finna frelsarann. Á þessum tíma árs minn- umst við þess að Jesú Krist- ur sonur Guðs fæddist í heiminn. Það er mun meiri undirbúningur í gangi í dag til minningar um þennan atburð heldur en var þegar hann fæddist. En það er annað sem við ættum að minn- ast enn frekar og það er það að Jesús Kristur dó fyrir þig og fyrir mig og hann mun koma aftur til að taka þá til sín, sem hafa þegið líf hans að gjöf. Er undirbúningur okkar fyrir komu Krists jafn langt kominn og j ólaundirbúningur- inn? Sumir eru löngu til- búnir, aðrir rétt um það bil að ljúka og enn aðrir sem varla eru byrjaðir. Eitt er það við jólin sem ekki a við um endur— komu Krists og það er, að við vitum nakvæmlega daginn og stundina þegar við verðum að vera tilbúin. Um komu Krists vitum við það eitt að hún er í nánd. við skul- um setja okkur það markmið, að vera tilbúin j DAG. "Vakið því, þar eð þér vitið eigi hvaða dag herra yðar kemur." María Björk.

x

Innsýn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Innsýn
https://timarit.is/publication/992

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.