Innsýn - 01.12.1978, Blaðsíða 8

Innsýn - 01.12.1978, Blaðsíða 8
8 Við tókum David West tali og spurðum hann fyrst: Hvar ertu fæddur? "Ég er fæddur og uppalinn í Belfast á Norður-írlandi." "Svo þú ert þá írskur?" "Ég er írskur í móðiir- ættina og enskur í föðurætt- ina. Faðir minn er frá London, en hefur búið í Belfast frá því heimstyrjöld- inni síðari lauk." Við spurðum David um Norður-írland. Það kom fljótt í ljós að hér var flókið mál á ferðinni sem snertir sambandið við Bretland og írska lýðveldið, og á rætur að rekja langt aftur i aldir. David kvað íra vingjarnlegri og alþýð- legri en Englendinga. "FÓlk sem maður hefur aldrei séð áður talar við mann úti á götu." æskuI^ðslEiðtog DfiUID U/E5T Talið barst að Belfast. SÚ borg er fræg skipasmíða- stöð. Sagði David okkur að hið fræga skip Titanic hafi verið smíðað þar. "Hvar kynntist þú konunni þinni?" "Ég kynntist henni á Newbold og er ég mjög feg- inn því," segir David og er augsýnilega ástfangnari núna en nokkru sinni fyrr, (eftir bráðum 12 ár í hjóna- bandi. David og kona hans Ragnhildur eiga tvær dætur Melanie, 10 ára, fædd í Belfast og Eydísi, 8 ára, fædd í Reykjavík.) "Megum við forvitnast og spyrja þig um tomstundaiðju," "Ég hefi gaman að tónlist, spila á píanóið mér til gamans, stunda likamsrækt, hefi áhuga á ljósmyndun, hefi gaman af orðum, svo eitthvað sé nefnt."

x

Innsýn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Innsýn
https://timarit.is/publication/992

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.