Innsýn - 01.12.1978, Blaðsíða 20

Innsýn - 01.12.1978, Blaðsíða 20
Hvaó mætti betur fara? Auka helgarleyfi, jafn- vel upp í hálfsmánaðarlega fyrir þá sem hegða sér skyn- samlega. Ást, er að elska hvert annað, hjálpa hvort öðru í lífinu. * Rita Didriksen 2.b.menntadeild,4.árið á HDS Hvert er álit þitt á kristi- legum anda á skólanum? Mér finnst viðhorf vera mjög blandað meðal nemenda, sumir eru aðventistar, sumir þjóðkirkju, sumir trúleys- ingjar o.s.frv. Mikið er um að skoðanir eru ræddar en engum þvingað til neins. Félagsandinn? Sæmilegur, samt vantar meiri samvinnu meðal nemenda. Skipta mætti fólkinu niður eftir bekkjum eða öðru vísi og láta þá sjá um skemmti- kvöld. Einng finnst mér að auka mætti ferðalög t.d. á laugardögumjsvipað og ferðin sem farin var í Strandákirkju. Hvað mætti bæta hér? Skólinn er ágætur eins og hann erl Ég er hrifin af því frelsi sem menntadeildin fær fram yfir grunnskólanem- endur og er sú þróun til bóta. Framfarir hafa átt sér stað í útliti skólans t.d. setustofan á stúlkna- vist, teppalagning á vistum og kennslustofum, kapellan o.s.frv. Hvernig er maturinn? Fjölbreytnin og gæði hef- ur skánað mjög, en eðlilega vegna fjöldaframleiðslu verður maurinn oft ólyst- ugur. Einna helst mætti gera kvöldmatinn fjöl- breyttari t.d. með fjöl- breyttara áleggi og heitum grænmetissúpum. Ást, Ef dæma má af hegðun stúlknanna á vistinni þá mætti halda að ást væri grátur og gnístran tanna. Ég mundi segja - að vilja ekki gera öðrum illt.

x

Innsýn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Innsýn
https://timarit.is/publication/992

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.