Innsýn - 01.12.1978, Blaðsíða 25

Innsýn - 01.12.1978, Blaðsíða 25
25 11-*- hætti unga mannsins, og ekki leið á löngu þar til hann var þekktur um allt héraðið sem Messías - frelsishetja ísraels. Ungi maðurinn hafði fleiri skoðanir, hann hélt því fram að Guð vildi að ísraels þjóðin væri frjáls og óháð valdi Rómverja, sem stjórnaði og kúgaði landið. Ungi maðurinn vildi að her Rómar væri sagt stríð á hendur og þeir reknir burtu. "Með Guðs hjálp er þetta hægt," sagði hann. Þeim mun meir sem skoðan- ir hans brutust um fjarlægð- ist hann foreldra sína. Að lokum fór svo, að hann vildi ekkert kannast vió foreldra sína, og hló að ráðum þeirra og aðvörunum. Hann fluttist burt frá þeim og kallaði foreldra sína "gamaldags nöldurskjóður." En hann og vinir hans sett- ust að í fjöllunum milli Jesúsalem og Jeríkó. Þeir voru staðráðnir í því að stofna her og fylgja "frels- ishetju"sinni til sigurs yfir Rómverjum. í fyrstu voru þeir fáir, en þeim fjölgaði brátt. Þeir lifðu á ránum og sérstaklega lögðust þeir á alla þá, sem á nokkurn hátt voru tengdir Rómaveldinu. Rómverska skattheimtumenn og einnig hermenn sem fóru fámennir um, rændu þeir og drápu. Fyrr en varði var þessi ungi mað- ur, sem sagðist vera Messía og frelsishetja ísraels í raun og verú ekkert annað en foringi í bófaflokki sem rændi og drap allt sem hann gat. Samt vann hann sér hylli fólksins vegna þess að ofbeldis- og afbrota- verk hans. voru umvafin trú- arlegum áhuga og beindist gegn rómversku yfirvaldi. ÞÓ kom að því að rómverska yfirvaldið fór að líta horn- auga þennan óróasegg, sem æsti fólkið upp á móti RÓm og valdi þess. Hermenn voru sendir út, til að handtaka unga manninn og bófaflokk hans. Og fyrr en varði var maðurinn kominn í fangelsi í Jesúsalem. í fangelsinu beið hann langan tíma áður en hann var færður til dómarans. Dómarinn dæmdi manninn til dauða. Dauða- dóminum átti að fullnægja með krossfestingu á Golgata. Eftir dóminn var maðurinn sendur í dyflissu sína. NÚ komu foreldrar hans í heimsókn. Þau höfðu ekki séð hann lengi og tóku strax eftir hversu sonur þeirra hafði breyst. Hann var ekki lengur unglegur og svip- hreinn, heldur var hann mjög druslulegur og grófgerður, andlitið grimmilegt, augun kolsvört og hatursfull; í

x

Innsýn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Innsýn
https://timarit.is/publication/992

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.