Innsýn - 01.03.1980, Qupperneq 10

Innsýn - 01.03.1980, Qupperneq 10
10 SLYS Einu sinni var útsýnis- staður fyrir utan þorp nokk- uð. Þetta var fallegur staður og fólkið sótti þangað oft. Stór skilti voru sett upp til að vara fólk við að ganga nálægt klettabrúninni. Dag einn datt ungur pilt- ur fram af brúninni. Félagi hans hljóp niður í þorpið til að ná í hjálp. Menn komu hlaupandi og létu mann síga niður til hans en pilt- urinn var þegar látinn. Eftir jarðarförina kom þorpsráðið saman. "Við verðiom að gera eitthvað í þessu" sögðu þeir "það er átakan- legt að missa ungmenni svona. Það var ákveðið að leggja veg að rótum klettsins til þess að ná fljótlega til fólks sem kynni að detta niður í framtíðinni. Það var tæplega búið að ganga frá veginum þegar ung stúlka datt fram af brúninni. Það var farið með bíl á stað- inn en þá kom í ljós að venjulegur bíll var ekki heppilegt farartæki til þess að flytja slasaða manneskju í bæinn. Stúlkan lést á leiðinni. Á þorpsráðsfundi var ákveðið að kaupa sérstakan sjúkrabíl. Og það var strax til hjálpar því að næst þegar unglingur datt var hann fluttur í sjúkra- hús og lífi hans bjargað. En því miður var hann lamað- ur það sem eftir var ævinn- ar. Hann var sonur banka- stjórans og hafði verið mjög efnilegur íþróttamaður og námsmaður. Einu sinni enn kom þorps- ráð saman og allt fólkið fylgdist spennt með. Enginn virtist vita hvað ætti að gera - aðvörunarskilti, vegurinn, sjúkrabíllinn, virtust ekki duga. Loks tók gamall maður til máls og sagði hægt og rólega: "Ættum við ekki að setja upp girðingu?" Þegar góðir foreldrar segja nei við börnin sín, gæti þá verið að með því vilji þeir setja upp girð- ingu til þess að fyrirbyggja slys? Það getur túlkast sem takmörkun á frelsi einstakl- ings eða umhyggja vegna reynslu annarra manna. Hvort viltu fremur - sjúkrabíl eða girðingu? David West, (efniviður úr Signs of the Times Aug.1977)

x

Innsýn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Innsýn
https://timarit.is/publication/992

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.