Innsýn - 01.03.1980, Page 12

Innsýn - 01.03.1980, Page 12
12 Fxkniefnavandamálið hefur verið nefnt í mörgum Innsýnarblöðum árið 1979. Revnsla hefur sýnt að vandamálin koma aðeins seinna til íslands og verða hlutfallslega minni. Það er skárra fyrir okkurað vera vakandi fyrirfram svo að það komi okkur ekki á óvart. Óvinurinn vill gera árás á okkar ungmenni - það er okkar að styrkja þau og reyna að fræða og fyrirbyggja. Sláandi grein í Morgunblaðinu í desember gaf bersýnilega i ljós að vandamálið er þegar hér og snertir þúsundir mannal Við fengum leyfi frá Morgunblaðinu til að birta greinina og erum mjög fegin að geta gert það. "Þróun i fikniefnamálum hefur verið nákvæmlega eins hér á landi og erlendis. HÚn hefur bara verið hægari. Og þvi miður eru engin teikn á lofti um annað en þessi þróun haldi áfram og ástand- ið eigi eftir að verða ennþá alvarlegra á næstu árum. Þetta mælti Guðmundur Gigja lögreglufulltrúi hjá fikniefnadeild lögreglunnar i Reykjavik, þegar Morgun- blaðið ræddi við hann um ástandið i fikniefnamálum, en hann á að baki margra ára starf við þennan mála- flokk. Og hvernig verður þá á- standið á næstu árum að mati Guðmundar. - Það mun berast sifellt meira af efnum inn i landið og si- fellt fleiri ungmenni munu ánetjast fikniefnum. Sterku efnin verða meira áberandi á markaðnum, t.d. heróin, og æ fleiri islensk ungmenni verða heróinsjúklingar. Til að byrja með kynnast þeir heróini erlendis og byrja að neyta þess og þeir koma svo hingað sem sjúklingar. siðan mun notkun á heróini hefjast hér innanlands. Afbrotum tengdum fikniefnaneyslu mun fjölga og siðast en ekki sist munu æ fleiri islensk ungmenni deyja vegna notkun- ar fikniefna, en nú þegar vitum við um nokkur dauðs- föll islenskra ungmenna, sem beinlinis má rekja til fikniefnaneyslu. Þetta er að gerast allt i kringum okkur, t.d. á Norðurlöndunum þar sem hundruð ungmenna deyja árlega vegna sterku fikniefnanna. Ég get ómögulega séð hvers vegna

x

Innsýn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Innsýn
https://timarit.is/publication/992

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.