Innsýn - 01.03.1980, Side 13

Innsýn - 01.03.1980, Side 13
13 þetta ætti að verða öðru vísi hjá okkur. MEIRI LÖGGÆSLU OG MEIRI FRÆÐSLU Þetta er vissulega ískyggileg lýsing en hvað er þá hægt að gera til þess að sporna við þessum ófögnuði. Guðmundur er spurður þeirr- ar spurningar. - Það er margt hægt að gera. Til dæmis þarf að auka mjög lög- gæslu og tollgæslu og búa betur að þessum fyrirbyggj- andi þáttum, t.d. er ekki vansalaust að ekki skuli vera til hasshundar í land- inu. Ennfremur þarf að stórauka fræðslu um fíkni- efnin og skaðsemi þeirra, bæði meðal unglinga og foreldra. Margt af því unga fólki, sem tomið hefur í yfirheyrslu til okkar hefur einmitt minnst á það að það hafi enga fræðslu hlotið um fíkniefnamál í skólvinum. Þá höfum við rekið okkur á það að í mörg- um tilfellum fá foreldrarn- ir vitneskju um það síðastir allra að börn þeirra neyta fíkniefna. Þeir eru alveg grunlausir þótt margt í fari unglinganna bendi til þess að þeir noti fíkniefni. Úr þessu mætti bæta með öflugri fræðslu. 4000 UNGMENNI HAFA KOMIÐ VIÐ SÖGU HJÁ FÍKNIEFNADEILDINNI Samkvæmt upplýsingum Guðmundar hafa um 500 manns verið til yfirheyrslu hjá fíkniefnadeildinni á þessu ári og frá upphafi hafa um 4000 manns komið við sögu hjá fíkniefnadeildinni, að langmestu leyti fólk á aldrinum 19-30 ára. Sá yngsti, sem komið hefur við sögu vegna fíkniefnamála var 15 ára en sá elsti rúm- lega fertugur. Þetta eru skuggalega háar tölur hjá ekki fjölmennari þjóð. Guð- mimdur var spurður að því hvort einhverjar breytingar hefðu orðið á innflutningi og dreifingu á frkniefnum á síðustu árum. - Já, þetta hefur tals- vert breyst. Fyrir nokkrum árum eða á árinu 1976 og þar um kring voru hópar sem stunduðu innflutning á miklu magni, sem dreift var til fjölmargra aðila. NÚna hef- ur þetta breyst, flutt er inn minna magn í einu og því dreift í þrengri hópa sem eru lokaðir hver frá öðrum. Þetta er auðvitað gert til þess að gera okkur erfiðara fyrir við að upplýsa málin og þetta er orðin miklu meiri vinna fyrir okkur en áður var. Er fíkniefnunum smyglað inn í landið eftir öðrxim

x

Innsýn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Innsýn
https://timarit.is/publication/992

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.