Innsýn - 01.03.1980, Qupperneq 15

Innsýn - 01.03.1980, Qupperneq 15
þess að fólk hafi haft at- vinnu af dreifingu á fíkni- efnum. ffERÓÍNIÐ KOMIÐ TIL ÍSLANDS Hefur nýjum tegundum fíkniefna skotið upp á mark- aðnum hér? - Kannabisefnin eru yfir- gnæfandi á markaðnum eins og áður og notkun á hassolíu hefur greinilega farið vax- andi. Þá hefur nortkun á ofskynjunarlyfinu LSD einnig farið vaxandi upp á síðkast- ið en það var sáralítið not- að um tíma. Við höfum nokk- ur dæmi um mnflutning og notkun á kókaíni og loks höfum við fengið staðfest að heróín hefur verið flutt inn í smáum skömmtum á þessu ári og þess neytt. Heróín hefur ekki áður komið hingað svo við vitum en aftur á móti höfum við haft fregnir af því erlendis frá að fleiri og fleiri íslendingar hafi þar kynnst heróíni. Þetta sem hefur verið að gerast í fíkniefnamálunum hérna er því miður það sama sem hefur verið að gerast annars staðar í Evrópu. Við erum hættir aó hrökkva við þótt við heyrum heróín nefnt og það segir talsverða sögu. NÚ vantar ekki nema stað- festingu á einu af hættu- legu efnunum, svonefndu PCP eða englaryki. Það er efni 15 ekki ósvipað LSD en talið ennþá hættulegra og það mun vera tískulyf í Bandaríkj- unum um þessar mundir. PCP mun koma hingað eins og önn- ur fíkniefni og þá verðum við komnir á heimsmæli- kvarða. Ég tel víst að það sem helst hafi dregið úr innflutningi hættulegustu efnanna, þ.e. kókaíns og heróíns, sé verðið, því að eitt gr.axnm af .þessum efnum kostar hundruð þúsunda króna. KANNIBISPLÖNTUR RÆKTAÐAR í HEIMAHÚSUM Eru einhver brögð að þvx að reynt sé að rækta kanna- bisplöntur hér á landi? - Já, það eru talsverð brögð að því og í fyrra gerðum við t.d. upptækar 60- 70 plöntur af kannabis sat- iva og á þessu ári höfum við einnig lagt hald á marg- ar plöntur og síðast fjórar plöntur fyrir nokkrum dögum. Þessar plöntur lifa vel við stofuhita og það er enginn vafi á því að ýmsir verða sér úti um kannabisefni með því að rækta þær. NÚ hafa íslendingar verið ansi áberandi í fíkniefna- málum erlendis á þessu ári. Hver er skýringin að þínu mati?

x

Innsýn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Innsýn
https://timarit.is/publication/992

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.