Innsýn - 01.03.1980, Síða 20

Innsýn - 01.03.1980, Síða 20
20 þungum bátnum áfram á móti straumnum. Ferðin gekk vel, en þegar þeir komu að stórri bugðu á ánni, sagði pabbi "hvað er nú þetta?" "Hvað?" Muda leit í kringum sig, en það var enn of dimmt til að vel sæist. "Rett ofan við þann stað sem stefnið vísar á, það hreyfist, það hlýtur að vera eitthvað dýr." Þeir héldu áfram að róa en stefndu nú bátnum að bakk- anum og rýndu út í hálf- myrkrið. "Þetta er lítill fíll pabbi." "Náðu taki á bakkanum Muda, ég verð að athuga þetta". Pabbi stökk yfir á bakkann og var í burtu smá stund. "Ég gat séð hvað hefur gerst, snemma í morgun hefur fílahjörð ætlað sér yfir ána, þegar fyrsta dagskíman kom hafa þeir orðið hræddir og þeir stærstu og sterkustu ruðst yfir ána með svo miklum látum að þetta litla grey liggur hálfgrafið í leðj- una á árbakkanum." "Heldurðu að mamma hans hafi verið hér?" "já, áreiðanlega, en hún er sennilega inni í skóginum núna hrædd við dagsbirtuna." "Eigum við að grafa hann upp? " "Nei því þori ég ekki. Landssvæðin hérna eru frið- uð og við megum ekkert eiga við villidýrin. En aftur á móti getum við látið vörðinn vita þegar við kom- um til Tembeling þorps." Þeir héldu áfram ferð sinni á markaðinn. Þegar þangað kom hljóp Muda beint að húsinu þar sem vörðurinn bjó. Hann sagði verðinum fra litla fílnum og hvar þeir hefðu fundið hann. "Það er best að þú komir með mér og sýnir mér hvar litli fíllinn er," sagði vörðurinn, "við förum á jeppanum mínum hluta leið- arinnar en göngum svo nið- ur að ánni. Það var um 20 mínútna gangur frá þeim stað, sem jeppinn var skilinn eftir og niður að árbakkanum. Þar sáu þeir litla fílinn fastann í leðjunni. "ÞÚ verður að muna eftir þvi, Muda , að þetta er villt dýr, sem hræðist auð- veldlega. Við verðum að tala lágt og mjúklega við litla greyið." "Ég skal vera varkár." Þeir nálguðust litla fíl- inn hægt og varlega. Hann var alveg rólegur og virt- ist skilja að maðurinn og drengurinn ætluðu að hjálpa honum. Þeir hömuðust við að grafa fílinn upp en eft- ir hálftíma sáu þeir að ef þetta ætti að ganga yrðu

x

Innsýn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Innsýn
https://timarit.is/publication/992

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.