Innsýn - 01.03.1980, Side 22

Innsýn - 01.03.1980, Side 22
22 þeir að fá einhver verkfæri og fleiri menn til aðstoðar. Vörðurinn fór til næsta þorps en Muda varð eftir hjá fílnum. Hann gekk í átt til skógarins til að finna bananablöð handa litla fílnum, sem var orðinn svangur. Þegar hann var kominn dálítinn spotta frá hávaðanum í ánni heyrði hann viðkvæmt flautu líkt kall fílamömmunnar, hun beið við útjaðar frumskógar- ins. Loksins kom vörðurinn og fjórir menn með honum,allir báru þeir skóflur. Þeir grófu af kappi en gættu þes þess að meiða ekki litla fílinn. Þeir ýmist ýttu eða toguðu í fílinn. Þetta var erfið vinna en ánægjuleg og oft glumdi hlátur mann- anna út yfir ána. ÞÓ kom að því að fíllinn losnaði, hann virtist hálf hissa á öllu þessu umstangi. "Þetta var vel gert," sagði vörðurinn, "komið þið nú með mér og fáið kaupið ykkar." Mennirnir tóku sam- an verkfærin sín og gengu í átt að bílnum, Muda gekk síðastur. "Herra vörður," hrópaði Muda allt í einu, "litla greyið kemur á eftir okkur." Allir stoppuðu. "Þetta gengur ekki," sagði vörður- inn. "Hann verður að fara til mömmu sinnar. Snúið honum við og ýtið honum af stað og svo hlaupum við í hina áttina." En, litli fílinn sneri sér við eins fljótt og þeir og hljóp á eftir þeim. Hann virtist hafa gaman af þess- um léik. "Hvað x ósköpunum eigum við að gera," spurði Muda. "Ef hann heyrði í mömmu sinni kalla, þá færi hann til hennar." "Við verðum að fara með hann aftur niður að ánni. Við ýtum betur við honum og hlaupum hraðar," sagði vörðurinn. En allt kom fyrir ekki, fíllinn kom aftur á eftir þeim. NÚ var vörðurinn í stökustu vandræðum, hann klóraði sér í hausnum. "Við höfum ekkert að gera við fílsunga'" "Hvar gæti maður svo sem týnt nógu mikið af banana- blöðum til þess að gefa honum að borða?" Muda vissi nú að eitt vandamálið hafði leitt til annars. "Á meðan hann sér okkur eða heyrir til okkar, eltir hann okkur," sagði vörður- inn. "Við verðum að fela okkur og láta ekkert heyr- ast frá okkur. FÍlar heyra mjög vel, svo ,að við verðum að gæta okkar. Þið þrír og Muda farið núna og felið ykkur en við tveir hérna, förum og ýtum enn betur við fílnum og hlaupum svo í felur."

x

Innsýn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Innsýn
https://timarit.is/publication/992

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.