Innsýn - 01.03.1980, Page 29
Skátavigsla
Sunnudagurinn lO.Febrúar
1980 var fallegur dagur á
Suðurnesjum á margan hátt.
Sólin skein úr heiðskír-
um himni á bílalest á leið
frá Grindavík til Keflavík-
ur. Það voru nálægt tuttugu
þunghlaðnir bílar sem báru
um hundrað manns til safn-
aðarheimilis aðventista í
Keflavík í tilefni skáta-
vígslimnar.
Þetta er fjórði veturinn
í röð sem Þorólfur Þor-
Þorsteinsson, Sigurborg
Petursdóttir og Elín Hall-
dórsdóttir hafa rekið skáta-
starfsemi í Grindavík af
miklum dugnaði. Á Suður-
nesjum hefur verið skáta-
starfsemi á hverjum vetri
allt frá 1972. í Keflavík
unnu auk Þórólfs, Þorbjörg
Bragadóttir, Karl Vignir
Þorsteinsson og Þröstur
Steinþórsson fram að 1976.
Starfið í Grindavík hef-
ur verið erfiðleikum bundið
vegna húsnæðisskorts. Fyrst
var það heima hjá Sigurborgu
29
og Joni, en hópurinn stækk-
aði óðum og varð að leita
húsnæðis annars staðar.
Mikill fjöldi barna úr
þessum hópi hefur sótt
sumarbúðir á Hlxðardalsskóla
og mörg þeirra fleiri en
eitt sumar.
í haust var aftur tvísýnt
með húsnæði en þegar búið
var að skipta um skóla-
stjóra í Grindavík nokkur
skipti þá var unnt að fá
húsnæði fram í Febrúar.
Allir unnu af kappi til
að ljúka sínu stigi og bíla-
lestin til Keflavíkur sýndi
að þeim hefði tekist vonum
framar:
Fundurinn var vel skipu-
lagður og börnin og leiðtog-
ar þeirra sungu og sögðu
frá því sem þau höfðu lært.
Eftir stutta ræðu og
áskorun frá Davíd West
æskulýðsleiðtogi fór sjálf
vígslan fram.
Fimm börn í Sólskinsdeild-
inni.
Fimmtán börn í Hjálpandi
hönd.
Ellefu börn í Býflugunxim.
Þrettán börn í Vinadeild-
inni.
Þrjú börn í Felagadeildinni
Tvö börn í Könnuðardeildinni.
Samtals fjörutíu og níu
börn og dásamlegur árangur
vetrarstarfsins.
En ekki var þá allt búið:
Elín Halldórsdóttir hefur
unnið fyrir meistaranálinni