Kjarninn - 29.08.2013, Side 36
Tesla í tölum
RafHlöðuR
Drægni á einni hleðslu:
480 kílómetrar.
NetteNgiNg
3G-tenging
HRöðuN
5,6 sekúndur í 100
(4,4 sek. sportútgáfan).
HRaði
Hámarkshraði:
210 km/klst.
eyðsla
Hver kílómetri kostar um
7% af hverjum eknum
kílómetra á bensínbíl.
MælaboRð
17“ snertiskjár
leiðandi í rafbílavæðingu
Yfirlýst markmið Tesla Motors er að vera leiðandi í rafbíla-
væðingu á heimsvísu og framleiða rafbíla sem allir sem hafa
annað borð áhuga á því að eignast bíl geti eignast. Í fyrstu
voru framleidd tiltölulega fá eintök af sportbíl sem var dýr
í framleiðslu en smám saman hyggst fyrirtækið bjóða upp á
allar gerðir bíla, allt niður í ódýra bíla fyrir almenning, sem
mun kosta um 30 þúsund Bandaríkjadali nýr, eða sem nemur
um 3,6 milljónum króna. Til samanburðar kostar Tesla Model
S bíllinn um 12 milljónir króna nýr hér á landi.
Ótrúleg velgengni á mörkuðum
Undanfarna mánuði hefur virði Tesla hækkað gríðarlega
á mörkuðum. Á þessu ári hefur markaðsvirði félagsins
margfaldast og er nú ríflega 20 milljarða dala, samkvæmt
viðskiptavef Bloomberg. Hækkunin á þessu ári nemur 386
prósentum. Þrátt fyrir að sala bílanna sé ekki komin á fullt,
og hafi verið drifin áfram af pöntunum áður en bílarnir hafa
komið á markað, er eftirvæntingin á alþjóðamörkuðum eftir
Tesla-bílunum gríðarlega mikil, eins og verðþróun á hluta-
bréfum félagsins á Nasdaq segir til um.
eloN Musk: HeiliNN á bak við tesla
Elon Musk er alinn upp í Suður-Afríku og hóf ungur
að sinna ýmsum upp finningum og frumkvöðlaver-
kefnum. Hann er drifinn áfram af hugsjóninni
um að „láta drauma rætast“ eins og lýst
var í grein í Wall Street Journal. Ferill
Musks komst á mikið flug þegar hann
seldi hugbúnaðarfyrirtæki til Compaq
árið 1999 og fékk í hendurnar 21
milljón Bandaríkjadala, þá 28 ára.
Stóra tækifærið hans í fjárfestingum
kom fljótlega í kjölfarið, þar sem hann
stofnaði fyrirtækið PayPal, sem hann taldi
að gæti breytt fjármálageiranum varanlega og varð
á örskömmum tíma leiðandi á sviði greiðslukerfa á
vefnum. Hann styrkti fjárhagslega stöðu sína enn
frekar með sölu á hlut í félaginu og hagnaðist um
180 milljónir dala samkvæmt Wall Street Journal.
Hann hefur síðan stofnað og fjárfest í fyrirtækjum
sem hafa vaxið gríðarlega hratt og vakið athygli
fyrir framúrstefnu. Þar á meðal er SolarCity, sem
framleiðir búnað þar sem sólarljós er nýtt
til raforkuframleiðslu. Vöxtur þess hefur
verið hraður. Síðan hafa SpaceX-eld-
flaugar hans vakið athygli og virðingu
hjá NASA, sem hefur unnið með Musk
að þróun eldflauga. Eignir hans eru
metnar á 2,6 milljarða dala samkvæmt
Forbes, eða um 312 milljarða króna.
Hann er 42 ára og er með tvær BA-gráður
frá Pennsylvaníuháskóla; í hagfræði og eðlisfræði.
Hann er númer 527 á listanum yfir ríkustu menn
heims en mun ofar á lista yfir valdamesta fólkið,
einkum vegna þess hve gríðarleg áhrif Tesla Motors
hefur haft á bílaiðnaðinn. Þar er hann númer 66.
01/01 kjarninn BílAr