Kjarninn - 31.10.2013, Blaðsíða 14

Kjarninn - 31.10.2013, Blaðsíða 14
H æstaréttardómur frá 17. október síðastliðnum, í máli þar sem fallni Landsbankinn (LBI) og Norvik hf. tókust á, bendir til þess að gjald- miðlaskipta- og vaxtasamningar sem gerðir voru fyrir hrun, og komust í uppnám við hrun bankanna, hafi verið gerðir upp á fölskum forsendum og að óþörfu. Þannig hafi lífeyrissjóðir, sjávarútvegsfyrirtæki og fjölmargir aðrir lögaðilar getað gert upp afleiðusamninga sína með samkomulagi við slitastjórn fallna Landsbankans án þess að hafa í raun þurft að borga eina krónu. Lífeyris- sjóðir í landinu greiddu vel á annan tug milljarða króna til fallna Landsbankans, að teknu tilliti til skuldajöfnunar, eftir að samkomulag þar um náðist milli lífeyrissjóða og slitastjórnar Landsbankans sumarið 2011, en samninga- viðræður höfðu þá staðið yfir í tæplega þrjú ár. Samanlagður kostnaður sjávarútvegsfyrirtækja hljóp einnig á milljörðum. Mörg lögfræðiálit voru unnin, sem voru öll á þann veg að lífeyrissjóðunum bæri að greiða, að sögn Arnars Sigmunds- sonar, fyrrverandi formanns Landssamtaka lífeyrissjóða, en samtökin voru í forsvari fyrir lífeyrissjóðina þegar samið var um afleiðusamningana. Dæmt Norvik í vil Í fyrrnefndu deilumáli milli LBI og Norvik hf. var tekist á um framvirka gjaldmiðlasamninga, en LBI krafðist greiðslu upp á 2,4 milljarða. Samningarnir höfðu upphaflega verið gerðir í febrúar 2006, en markmið þeirra var að dreifa og draga úr áhættu í rekstri. Fjórir samningar voru gerðir alls, sá síðasti í janúar 2008. Samningarnir fólu í sér vörn fyrir styrkingu krónunnar og því fólst í þeim áhætta ef krónan veiktist, sem varð raunin. Dómur í málinu féll Norvik í hag og þurfti það ekki að greiða neitt en LBI var gert að greiða Norvik tvær milljónir króna í málskostnað. Lykilatriði í málinu er tilkynning í tölvupósti sem LBI sendi frá sér um miðjan október 2008, nánar tiltekið hinn 16. október. Hana sendi Lárus Finnbogason, þáverandi formaður skilnefndar bankans, til viðskiptavina sem voru Dómsmál Magnús Halldórsson magnush@kjarninn.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.