Kjarninn - 31.10.2013, Blaðsíða 18

Kjarninn - 31.10.2013, Blaðsíða 18
I celand Airwaves-hátíðin er nú haldin í fimmtánda sinn. Það er óhætt að segja að hátíðin, sem er samstarfs verkefni Icelandair og Reykjavíkurborgar, hafi vaxið umtalsvert frá því að sú fyrsta var haldin í flugskýli á Reykjavíkurflugvölli. Upphaflega var hún kynning fyrir hljómsveitina GusGus og nokkrar aðrar þar sem tilgangurinn var að vekja athygli erlendra fagaðila í tón- listargeiranum á þeim örfáu böndum sem tróðu upp. Þá var sala á flugmiðum til Íslands fjarri því eitt af aðal markmiðum framtaksins. Það hefur heldur betur breyst og nú hvílir hátíðin á þremur meginstoðum: 1.$²ź¸OJDIHU²DP¸QQXPXWDQK£DQQDW¯PD 2. Að koma íslenskri tónlist á framfæri erlendis 3. Að halda tónlistarhátíð á heimsmælikvarða Í ár er uppselt á Iceland Airwaves í áttunda sinn í röð. Það seldist raunar upp snemma í september, sem er um mánuði fyrr en í fyrra. Samt voru fleiri miðar til sölu nú, rúmlega sex þúsund. Þegar búið er að bæta við þeim miðum sem fara til erlendra listamanna, fjölmiðlamanna, umboðsmanna, starfsfólks, íslenskra hljómsveita og annarra sem fá arm- bönd utan hefðbundinnar sölu verða gestir á þessari Iceland Airwaves-hátíð 7.974 talsins, rúmlega þúsund fleiri en í fyrra. Þar af fljúga um 4.436 hingað til lands frá útlöndum, gista á íslenskum gististöðum, borða á íslenskum matsölustöðum og drekka bjór á íslenskum öldurhúsum. Þeim fjölgar ár frá ári. Alls eru tvöfalt fleiri útlendingar á þessari hátíð en þeirri sem haldin var árið 2010. Til að koma öllu þessu fólki fyrir hefur tónleikastöðum verið fjölgað. Nú verður meðal annars troðið upp í Hallgríms- kirkju. Atriðum á hátíðinni fjölgar auk þess ár frá ári, og verða 217 þessa löngu helgi sem er fram undan. Til viðbótar er umgangsmikil off-venue dagskrá þar sem hundruð tónleika fara fram víðs vegar um miðborg Reykjavíkur. þsj Erlendir gestir tvöfalt fleiri en 2010 Iceland Airwaves stækkar með hverju árinu 01/01 kjarninn tónlist smelltu til að sjá off-venue dagskrána 2013 Dagskrá iceland Airwaves 2013 01/01 8.000 6.000 4.000 2.000 0 Skýringar Q Erlendir Q Íslenskir Þjóðerni geSta á iceland airwaveS 2010-2013 6.300 4.085 2.215 6.800 4.008 2.792 7.000 3.200 3.800 7.974 3.538 4.436 Skipting Seldra miða eftir löndum Bretland 9,3% Frakkland 5,4% noregur 4,5% Kanada 3,6% Holland 2,7% Danmörk 1,7% svíþjóð 1,7% Aðrir 8,2% 2012 2013 Ísland 30,4% Bandaríkin 20% Þýskaland 12,5% Ísland 33,5% Bandaríkin 17,6% Þýskaland 11,7% Aðrir 16,1% svíþjóð 1,7% Danmörk 2,3% Holland 2,6% Kanada 1,9% noregur 4,1% Frakkland 3,3% Bretland 5,2% eyða yfir milljarði á íSlandi Erlendir tónlistargestir iceland Airwaves eyddu um 1,1 milljarði króna innan Reykjavíkur í fyrra, sam- kvæmt könnun aðstandenda hátíðarinnar og Útón. Meðalgesturinn sem kemur á iceland Airwaves er 30 ára gamall. Hann gistir á hóteli eða gistiheimili og eyðir um 200 þúsund krónum í borginni á meðan að hann dvelur í henni, sem er um 6,7 dagar að meðaltali. Auk þess eyða þessir gestir töluverðum fjármunum utan Reykjavíkur, til dæmis í Bláa lón- inu. Þetta kom fram í máli Kamillu ingibergsdóttur, kynningastýru hátíðarinnar í Kastljósi fyrr í vikunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.