Kjarninn - 31.10.2013, Síða 48

Kjarninn - 31.10.2013, Síða 48
02/05 kjarninn Rússland U ndanfarna mánuði hefur Vladimír Pútín Rússlands forseti sýnt tilburði til þess að herða tök sín enn frekar á rússnesku samfélagi. Meðal ástæðna þess eru fjölmenn mótmæli gegn honum og stjórnvöldum. Raunveruleg stjórnarandstaða er komin upp á yfirborðið og við því ætla stjórnvöld að bregðast af hörku. Á sama tíma og þetta á sér stað fer fram valdabarátta sem sumir lýsa sem stríði milli klíkanna í kringum forsetann. Fréttaskýrendur þykjast í það minnsta margir sjá að sitthvað skrýtið eigi sér nú stað á bak við tjöldin í Kreml. Mál stjórnarandstæðingsins Alexei Navalny er besta dæmið um það, en hann var handtekinn og dæmdur í fimm ára fangelsi í sumar. Eftir mikil mótmæli var honum sleppt úr haldi innan við sólarhring eftir að dómur var kveðinn upp yfir honum. Honum var einnig leyft að bjóða sig fram til borgarstjóra í Moskvu, á meðan áfrýjun á málinu var til meðferðar fyrir dómstólum. Hann tapaði kosningunum, eins og búist var við, en hlaut tæplega þrjátíu prósent atkvæða. Það telst stórsigur fyrir stjórnarandstæðing. Fyrr í þessum mánuði komst áfrýjunardómstóll að þeirri niðurstöðu að Navalny væri sekur um þjófnað en dómurinn yfir honum var skilorðsbundinn. Það þýðir að hann er frjáls ferða sinna en má ekki bjóða sig fram í kjörið embætti. Flestir eru sammála um að stjórnvöld hafi haft mikið um einkennilega framvindu málsins að segja, og er hún talin til merkis um breytingar á baráttunni milli valdahópa. Hverjar eru klíkurnar? Á bak við tjöldin í Kreml takast á flóknir hópar valdamanna, sem hafa áhrif á Pútín forseta með ýmsum hætti. Hóparnir eru oft uppnefndir klön og margir hafa reynt að skilgreina hópana. Flestir eru sammála um tilvist að minnsta kosti tveggja valdaklíka en sumir telja þær allt að tíu. Mikill hluti stjórnmála í Rússlandi myndi flokkast sem óformleg stjórn- mál og fer fram bak við luktar dyr en ekki í þinginu. Hlutir eru ákveðnir á reglulegum en óformlegum fundum með Rússland Þórunn Elísabet Bogadóttir thorunn@kjarninn.is

x

Kjarninn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.