Kjarninn - 31.10.2013, Blaðsíða 51

Kjarninn - 31.10.2013, Blaðsíða 51
05/05 kjarninn Rússland og hefur sterkan leiðtoga. Leiðtoginn Pútín er það sem sam- einar þá og veitir þeim völdin, og hann er yfir flokkadrættina hafinn. Báðir hóparnir þarfnast hans og hann þarfnast þeirra beggja og hefur reynt að halda nokkurs konar jafnvægi á milli þeirra. Undanfarið hefur forsetinn þó verið talinn hallast enn meira að siloviki-mönnum. Það skýrist að einhverju leyti af mótmælunum og tilraunum til að stemma stigu við þeim og annarri andstöðu gegn honum. Þá hefur fjöldi ríkra þingmanna hætt störfum á árinu, eftir að nýjar reglur um takmörkun á eignum þeirra erlendis voru samþykktar. Sú ráðstöfun hefur opinberlega verið sögð til að stöðva spill- ingu, sem enn er gríðarleg í rússneskum stjórnmálum, en sérfræðingar segja margir að hún sé í raun hluti af til- raunum forsetans til að herða tök sín og draga úr tengslum við útlönd. Staða forsætisráðherrans Medvedevs hefur einnig veikst mikið frá því að hann þurfti að víkja sem forseti fyrir Pútín. Ráðgjafar sem hann réði til forsetaembættisins hafa verið látnir hætta og yfirheyrðir vegna meintra lögbrota. Margir skipta klíkunum tveimur upp í þá sem eru með og á móti Medvedev, og völd andstæðinga hans hafa aukist undanfarið. Áframhaldandi mótmæli og háværari andstaða gegn stjórnvöldum mun aðeins halda áfram að auka á spennuna milli valdaklíkanna í Rússlandi. Það gæti þó liðið langur tími þar til spennan kemst enn meira upp á yfirborðið, ef það gerist, enda enn fjögur og hálft ár eftir af kjörtímabili Pútíns. Ekki er langt síðan hann gaf í skyn að hann hygðist bjóða sig fram til fjórða kjörtímabilsins og þá gæti hann verið forseti Rússlands allt til ársins 2024.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.