Kjarninn - 31.10.2013, Blaðsíða 66

Kjarninn - 31.10.2013, Blaðsíða 66
02/03 kjarninn Bílar WWLD°ö\WMDW¦NL\õUVQM³RJH\°LPHUNXU Vegleysuvagnalestin, TC-497 Overland Train Mark II, var pöntuð frá R. G. LeTourneau af bandaríska landhernum árið 1958. Henni var ætlað að geta flutt tæki og búnað jafnt yfir eyðimerkursanda sem djúpan snjó. Áður hafði fyrirtækið smíðað svipað farartæki, þó nokkru minna, sem flutti búnað í radarstöðvar sem byggðar voru í Norður-Kanada, Alaska og á Norður-Grænlandi. Þessar radarstöðvar voru hluti af svo- kallaðri DEW-línu (e. Distant Early Warning Line), sem átti að vara við sovéskum sprengjuflugvélum. Radarstöðvarnar sem við þekkjum hér á landi voru hluti af sama kerfi. Nákvæmt hlutverk Mark II var aldrei opinberlega skil- greint af hernum, en geta þessa stórfenglega tækis var mögn- uð og notkunarmöguleikarnir drjúgir. 54 hjól lestarinnar hljóðlátari bílferð með hjálp tækninnar Á síðustu áratugum hafa bifreiðar sífellt orðið hljóð- látari, bæði utan þeirra og sérstaklega þó innan. Við tengjum gjarnan gæði bíla við hversu hljóðlátir þeir eru í akstri; því dýrari og betri sem bíllinn er, því minna viljum við heyra af vélar- og umhverfis- hljóðum meðan á bílferðinni stendur. Til að ná fram þessum kostum þarf að taka tillit til hljóðvistar bíls- ins á öllum stigum hönnunar, einangrun og alls kyns dempunarbúnaði er komið fyrir í vélarsal bílsins og vandlega úthugsað hvaða hljóð megi berast til eyrna bílstjórans og hver ekki. í seinni tíð hafa bílvélar þróast á þann veg að ganga á lægri snúningi við eðlilegan akstur, en með þessu má fá fram minni eldsneytiseyðslu. Þetta veldur þó vandamálum, því á lægri snúningi er vélarhljóðið jafnframt á lægri tíðni, sem á því greiðari leið í gegnum hvers kyns þykkildi af einangr- un sem bílasmiðurinn hefur komið fyrir til varnar. Þessu til bóta eru nú að ryðja sér til rúms svokölluð virk hljóðstýrikerfi (e. active noise control). Þetta virkar á þann hátt að hljóðnemar í farþegarými bílsins taka upp umhverfishljóðin og hljóðkerfi bílsins útvarpar á sömu andrá „andhljóði“ sem núllar út áhrif óæskilegs hávaða, eða dregur í það minnsta úr honum (sjá skýringarmynd). Á sama tíma og þessari tækni fleygir fram glíma framleiðendur rafbíla við aðrar áskoranir, nefnilega að búa til ,,bílahljóð“ til að aðvara gangandi vegfar- endur í umferðinni. rafbílar eru margir hverjir svo hljóðlátir að aðrir vegfarendur verða þeirra ekki varir og því er um víða veröld verið að skikka framleið- endur rafmagnsbíla til að láta bíla sína framleiða hljóð undir ákveðnum hraða (0-20 kmh í ESB) til að fækka slysum. í Bandaríkjunum er talið að þessar aðgerðir muni koma í veg fyrir 2.800 slys á gangandi og hjólandi vegfarendum fyrir hverja árgerð af hverri einustu tegund raf- og raftvinnbíla. Hljóð andhljóð Útkoman
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.