Kjarninn - 31.10.2013, Blaðsíða 74

Kjarninn - 31.10.2013, Blaðsíða 74
01/01 kjarninn álit U mferðarslys á Íslandi skipta þúsundum á hverju ári. Það sama gildir um bótakröfur einstaklinga sem hljóta af þeim líkamstjón. Því skiptir verulegu máli að lagareglur sem gilda um málaflokkinn séu skýrar. Á undanförnum árum hefur frumvarp til nýrra umferðar- laga verið til meðferðar á Alþingi og samhliða frumvarp til laga um ökutækjatryggingar. Frumvörp til laga um ökutækjatryggingar voru lögð fyrir Alþingi árin 2011 og 2012 en voru ekki samþykkt. Ráðherrar fluttu bæði frumvörpin sem stjórnarfrumvörp. Mælt fyrir breytingum Í frumvarpi til laga um ökutækjatryggingar er mælt fyrir um breytingar á fyrningarreglum bótakrafna vegna líkamstjóns. Breytingin lýtur einkum að fyrningartímanum, en ákvæði núgildandi laga hefur leitt til réttaróvissu. Verði frumvarpið að lögum verður tekinn af allur vafi og munu bótakröfur vegna líkamstjóna fyrnast á tíu árum frá slysi. Í breytingunni felst því mikil réttarbót fyrir tjónþola. 99. gr. núgildandi umferðarlaga Ákvæði 99. gr. núgildandi umferðarlaga fjallar um fyrningu bótakrafna vegna líkamstjóns. Reglan hljóðar svo: „Allar bótakröfur samkvæmt þessum kafla, bæði á hendur þeim, sem ábyrgð ber, og vátryggingafélagi, svo og endur- kröfur vátryggingafélags, fyrnast á fjórum árum frá lokum þess almanaksárs, sem kröfuhafi fékk vitneskju um kröfu sína og átti þess fyrst kost að leita fullnustu hennar. Kröfur þessar fyrnast þó í síðasta lagi á tíu árum frá tjónsatburði.“ Helst er deilt um skilyrði fyrir upphafstíma fjögurra ára fyrningarfrestsins. Skilyrði ákvæðisins eru tvö og virðast ein- föld við fyrstu sýn. Til að bótakrafa sé ófyrnd verða bæði að vera uppfyllt; þ.e. að ekki hafi liðið fleiri en fjögur ár frá því að kröfuhafi fékk vitneskju um kröfu sína og átt þess fyrst kost að leita fullnustu hennar. Í framkvæmd hefur hins vegar reynst erfitt að afmarka upphafstíma fyrningar frestsins, enda geta mörg vafaatriði komið upp. Réttaróvissa Á síðastliðnum árum hafa fallið tugir dóma sem sýna hversu flókið ákvæðið er í framkvæmd. Í dómum Hæstaréttar í málum nr. 58/2006 og 408/2006 var upphaf fyrningar- frestsins miðað við svokallaðan stöðugleikatímapunkt, þ.e. tímamarkið þegar ástand tjónþola er orðið stöðugt sam- kvæmt læknisfræðilegu mati, sem fram fer nokkru eftir slysið. Í dómi Hæstaréttar í máli nr. 449/2007 var talið að fyrningarfrestur hefði hafist á sama ári og stöðugleika- tímapunktur var ákveðinn. Í dómi Hæstaréttar í máli nr. 661/2007 var því hins vegar hafnað að miða bæri við stöðugleikatímapunkt eða sama ár og hann kom fram. Upphaf fyrningarfrests var miðað við fyrstu heimsókn tjónþola til bæklunarlæknis, sem átti sér stað fimm árum eftir slysið. Hæstaréttur komst að sambæri- legri niðurstöðu í máli nr. 418/2008. Auk þess sagði í for- sendum dómsins að: „...upphaf fyrningarfrestsins [ráðist] þó ekki af því hvenær heilsufar tjónþola var orðið stöðugt, enda er það tímamark ákveðið afturvirkt út frá læknisfræðilegu mati á bata hans.“ Loks komst Hæstiréttur að því í dómi sínum í máli nr. 661/2010 að upphafstíma fyrningarfrests skyldi miða við það tímamark þegar 12 mánuðir voru liðnir frá slysinu, þ.e.: „þegar tímabært var að meta slysið“. Sama niðurstaða kom fram í dómi Hæstaréttar í máli nr. 604/2012. Samkvæmt þessum dómum Hæstaréttar Íslands (og þeir eru reyndar nokkuð fleiri) er það mjög matskennt og háð málsatvikum hverju sinni hvenær upphafstími fjögurra ára fyrningarfrests samkvæmt 99. gr. umferðarlaga hefst. Ákvæði 99. gr. umferðarlaga sker ekki úr um deilur. Það beinlínis býr þær til og opnar verulega á að tjónþola sé nauðsynlegt að höfða dómsmál, með tilheyrandi kostnaði fyrir alla hlutaðeigandi. Einfalt ákvæði Í frumvarpi til laga um ökutækjatryggingar er einfalt ákvæði um fyrningu bótakrafna vegna líkamstjóns. Það er svona: „Kröfur um bætur fyrir líkamstjón fyrnast á tíu árum frá tjónsatburði.“ Nýja ákvæðið er einfalt og skýrt. Það ætti að leysa úr deilunum svo um munar. Enda er það eitt meginmarkmið Alþingis með lagasetningu að setja reglur sem skýra réttar- stöðu eins afdráttarlaust og kostur er. Hér með er hvatt til þess að þessi breyting verði samþykkt hið fyrsta. Verði hins vegar veruleg töf á meðferð þessara tveggja nýju lagabálka á Alþingi, þ.e. nýrra umferðarlaga og laga um ökutækjatryggingu, er afar auðvelt að bæta þessari sömu setningu inn í núgildandi umferðarlög. Með því mætti eyða óvissu og fækka dómsmálum. Réttarbót í augsýn álit Tómas Hrafn Sveinsson Hæstaréttarlögmaður og aðjúnkt í skaðabóta- rétti 01/01 „Verði frum- varpið að lögum verður tekinn af allur vafi og munu bótakröfur vegna líkams- tjóna fyrnast á tíu árum frá slysi. Í breytingunni felst því mikil réttarbót fyrir tjónþola.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.