Kjarninn - 07.11.2013, Page 51

Kjarninn - 07.11.2013, Page 51
01/04 kjarninn Danmörk P ylsuvagninn er eitt af helstu þjóðar einkennum Dana, svona svipað og smurbrauð og Litla haf- meyjan. Pylsuvagnar eru þó á hverfanda hveli í Danmörku þessa dagana og ef svo heldur sem horfir eru líkur á að þeir hverfi að mestu úr götu- myndinni í dönskum borgum og bæjum. Á stórveldistíma pylsuvagnanna í Danmörku á síðustu öld voru um 700 slíkir í fullum rekstri, þar af yfir helmingur á Kaupmannahafnarsvæðinu. Í dag finnast aðeins 40 pylsu- vagnar á götum borgarinnar. Danska blaðið Politiken fjallaði um þessa þróun nýlega, en þar var sjónum meðal annars beint að því sem mögu- lega mun koma í stað pylsuvagna í framtíðinni. Í ár hefur pylsuvögnum nefnilega fjölgað örlítið að nýju þar sem litlar kjötvinnslur hafa nýtt sér þróunina til nýsköpunar í pylsu- sölunni. Hinir nýju vagnar selja annaðhvort lífrænt fram- leiddar pylsur eða sannkallaðar sælkerapylsur. Sá hængur er á fyrir kúnnana að þessar nýju pylsur kosta á bilinu 40 til 45 danskar krónur, eða tvö- til þrefalt á við hinar hefðbundu. Pylsuvagnar á hverfanda hveli Deildu með umheiminum Danmörk Friðrik Indriðason

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.