Kjarninn - 19.12.2013, Blaðsíða 4

Kjarninn - 19.12.2013, Blaðsíða 4
lEiðari skortur á sjálfhverfri afstöðu Þórður Snær Júlíusson skrifar um Ísland og Evrópusambandið Þ að hefur verið ótrúlegt að fylgjast með sumum öngum pólitískrar umræðu undanfarin ár. Hún virðist alltaf taka á sig pólaríserandi myndir þar sem afstaða er mótuð út frá tilfinningu um hvoru liðinu viðkomandi telur sig tilheyra fremur en vel undirbyggðri afstöðu sem tekur mið af aðstæðum hvers og eins. Þetta sést líkast til hvergi betur en þegar rætt er um peningastefnuna sem við kjósum að reka, gjaldmiðil sem styður við hana og hinn hræðilega valkost við þetta allt saman, Evrópusambandið. Samkvæmt könnunum eru 58 prósent landsmanna andsnúin aðild að því. Ástæðan er að hluta til sú að aðildarumsókn síðustu ríkis stjórnar var vanhugsuð. Hún var þvinguð fram af öðrum stjórnarflokknum sem allsherjarlausn við öllum vanda málum Íslendinga (sem hún er klárlega ekki) án þess að það væri meirihluti fyrir henni innan stjórnar, þings og þjóðar. Við það pólaríseraðist afstaðan til aðildar milli skotgrafa annars stjórnarflokksins og stjórnarandstöðu. Og fylgismanna þeirra. Líkast til hefur ekkert unnið umsókninni jafn mikinn skaða og það óðagot, eins þversagnakennt og það hljómar. Að sama skapi virðist afleit frammistaða núverandi ríkis- stjórnar í utanríkismálum, sem virðist aðallega snúast um tilviljanakennda einangrunarhyggju og vandlætingu gagn- vart því að Evrópusambandið vilji ekki borga greiðslur sem stjórnar þingmenn kölluðu mútur fyrir örfáum mánuðum, hafa orðið til þess að stuðningur við aðild hafi aukist um tíu prósentustig frá því að ný ríkisstjórn tók við. Það að vera alfarið á móti aðild er hins vegar torskilin afstaða þegar málin eru skoðuð á yfirvegaðan hátt út frá sjónar hóli neytandans. Ein helsta röksemd krónuaðdáenda er að íslenskur efnahagur lúti ekki sömu sveiflum og sá evrópski. Því sé nauðsynlegt fyrir okkur að hafa sveigjanleika til að „leyfa krónunni að falla“. Oftast höfum við reyndar ekkert um fallið að segja. Krónunni er nánast eðlislægt að tapa verðgildi sínu. Hún hefur til að mynda fallið í verði gagnvart evru um 75 prósent á tæpum sex árum. Samt er íslenska krónan studd fjármagnshöftum. Sveigjanleikinn margrómaði er því ekki að skila okkur neinu nema miklu minni kaupmætti. Og höftum sem draga úr samkeppnishæfni okkar. Og viðskiptakjörum sem hafa ekki verið verri síðan 1964. Önnur mýta er að íslenskur land búnaður sé með einhverjum hætti þess eðlis að honum verði að viðhalda í núverandi mynd sama hvað það kostar. Tollamúrarnir sem hafa verið smíðaðir í kringum íslenskan landbúnað, og myndu hverfa með aðild, skapa hins vegar kerfi sem gagnast engum nema þröngum sérhagsmunaöflum innan geirans. Þetta ástand er oft varið með því að íslenskar landbúnaðar vörur hafi yfirburði yfir erlendar, sem séu líkast til smitsjúkar. Sú röksemdafærsla er reyndar dauð eftir að upp komst að útlenskur kjúklingur er seldur sem íslenskur þegar það hentar og smjörið okkar er stundum drýgt með írsku, án þess að nokkur hafi tekið eftir því. Enda er smjör bara smjör. Þetta er hins vegar ein þeirra ástæðna sem eru fyrir því að matvöruverð er mun hærra hér en í Evrópu sambandinu. Eitt sem fáir virðast rengja, óháð því hvort þeir eru fylgjandi aðild að Evrópusambandinu eða ekki, er að þar er engin verðtrygging neytendalána, verðbólga er mun lægri (0,9 prósent á móti 3,7 prósentum hérlendis, eða rúmlega fjórum sinnum lægri) og stýrivextir líka (0,25 prósent á móti sex prósentum, eða 24 sinnum lægri). Því eru þau lánakjör sem Íslendingum bjóðast miklu, miklu, miklu lakari en þau sem bjóðast í Evrópusambandinu. Enn ein rökin eru þau að í aðild felist slíkt valdaframsal að við slíkt verði ekki unað. En Ísland tekur þegar upp ógur- legt magn tilskipana Evrópusambandsins vegna samningsins um Evrópska efnahagssvæðið. Þar sem 78,3 prósent allra vara sem við fluttum út í fyrra fóru inn á þetta svæði verður að teljast harla ólíklegt að við munum segja honum upp. Við getum ekki bara hætt honum og farið að versla við Kínverja og Rússa. Það væri því ágætt að hafa eitthvað að segja um þessar reglugerðir. Þá standa eftir áhyggjur af sjávarútvegi, atvinnuveginum sem er með rekstarhagnað upp á 80 milljarða króna eftir greiðslu veiðileyfagjalda annað árið í röð, en getur samt ekki greitt krónu meira í sameiginlega sjóði vegna varhuga- verðrar stöðu sinnar. Allar bendir reyndar til þess að þær áhyggjur séu óþarfar. Miðað verði við veiðireynslu og eigendur útgerðar fái að halda áfram að verða ofurríkari. Ef venjulegur íslenskur launamaður tekur sjálfhverfa afstöðu gagnvart Evrópusambandsaðild ætti að blasa við að hún er honum hagfelld. Meiri kaupmáttur, betri lánakjör, meiri stöðugleiki, lægra verð á nauðsynjavörum, meira úrval, aukin samkeppnishæfni, fleiri styrkir til nýrrar atvinnu- sköpunar. Þessir hlutir ættu að skipta flesta venju- lega Íslendinga mestu máli. Samt eru 58 prósent á móti aðild. Af einhverjum allt öðrum ástæðum. „Ef venjulegur ís- lenskur launamaður tekur sjálfhverfa afstöðu gagnvart Evrópusambands- aðild ætti að blasa við að hún er honum hagfelld.“ um höFundinn Þórður Snær Júlíusson thordur@kjarninn.is 01/01 kjarninn LEiðaRi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.