Kjarninn - 19.12.2013, Blaðsíða 56

Kjarninn - 19.12.2013, Blaðsíða 56
Fjölmiðlar uppskurður frekar en niðurskurður Magnús Halldórsson blaðamaður skrifar um Ríkisútvarpið p áll Magnússon finnst mér hafa verið góður útvarpsstjóri, svona utan frá séð. Hann gerði eitt sem mér fannst virðingarvert. Það var að tjá sig í rituðu mál reglulega þar sem hann tók til varna fyrir starfsfólk RÚV sem mátti mátti þola óvægna og ósanngjarna gagnrýni. Ég hef aldrei skilið yfirmenn sem telja að það þjóni engum tilgangi að svara ósanngjarnri gagn- rýni eða afskiptum, eins og tilfellið er með ritstjórnar vinnu. Í mínum huga er það styrkleikamerki og gefur rétt skilaboð til starfsfólksins. Þau eru skýr; ég treysti ykkur og mun taka að mér að verja ykkur út á við. Þetta fannst mér Páll gera vel og réttilega, jafnvel þótt hraustlega hafi verið tekið til orða stundum. Að öðru leyti þekki ég lítið til verka Páls, inn á við. Núna mun reyna á stjórn RÚV að ráða nýjan útvarpsstjóra sem sátt getur ríkt um. Ingvi Hrafn Óskarsson, stjórnarformaður RÚV, hefur sagt að lög um RÚV hafi gert það óhjákvæmilegt að slíta ráðningarsamningi við Pál og auglýsa stöðu útvarps- stjóra. samdráttur Niðurskurðurinn sem Ríkisútvarpið hefur orðið fyrir hefur ekki verið óvæntur. Staða ríkissjóðs er það slæm og hann skuldum vafinn að mikill niðurskurður á flestum víg stöðvum á ekki að koma á óvart. Vaxtakostnaður ríkissjóðs á ári nemur um 80 milljörðum króna, eða ríflega tuttuguföldum árlegum fjárframlögum til RÚV samkvæmt fjárlagafrum- varpi fyrir 2014. Nýjustu uppsagnir, þar sem um 60 manns misstu vinnuna, urðu að jarðvegi fyrir mikla umræðu um RÚV, stöðu þess og hlutverk. Í tilkynningu vegna upsagnanna á dögunum segir að raunlækkun tekna hjá RÚV nemi um 500 milljónum króna. „Fjárlagafrumvarpið felur í sér tæplega 300 milljóna króna raunlækkun á tekjum Ríkis útvarpsins samanborið við síð- asta ár – en 400 milljóna króna skerðingu sé miðað við það sem gert er ráð fyrir í gildandi lögum og rekstraráætlanir félagsins byggj- ast á [...] Þar að auki hefur þurft að lækka áætlaðar auglýsingatekjur um meira en 100 milljónir króna milli ára vegna samdráttar á markaði.“ símhringingar Þessi staða kallar óhjákvæmilega á róttækan niðurskurð. Hann hefði alltaf verið óþægilegur og ekki við Pál að sakast þegar að honum kemur, þó að alltaf megi deila um fram- kvæmd uppsagna. Því miður hefur ekki fundist upp gallalaus aðferð við að segja upp starfsfólki. Ég man eftir átakanleg- um degi á Morgunblaðinu í einni uppsagnahrinunni þar. Þá hringdi síminn hjá þeim sem voru að fá slæmu fréttirnar á borðinu þeirra og þeir voru kallaðir inn til yfirmanna, sem tilkynntu um uppsagnir. Símhringingarnar voru skelfilega óþægilegar fyrir alla sem voru í húsinu og mikil óánægja var þetta fyrirkomulag, skiljanlega. Jafnt á meðal þeirra sem misstu vinnuna og þeirra sem eftir sátu, sem fannst sárt að sjá á eftir góðu starfsfólki sem sumt hvert var með áratuga reynslu. Sérstaklega hefur gagnrýni á niðurskurð innan RÚV verið áberandi á meðal fólks sem starfar í hinu fjölbreytilega lands- lagi lista og menningar á Íslandi. Ítarlegt viðtal Kjarnans við Benedikt Erlingsson, leikara og leikstjóra, var innlegg í þessa umræðu, en þar gerði Benedikt grein fyrir viðhorfum sínum gagnvart RÚV og kallaði niðurskurð þar „niðurrif“. Það er ekki nema von að fólk sem starfar innan menningar- og lista- lífsins hafi skoðanir á Ríkisútvarpinu, þar sem það er samofið menningar- og listastarfi í landinu ofan í dýpstu rætur. Lista- mönnum er eðlilega ekki sama um hvernig Ríkisútvarpinu er stýrt, hvernig það er uppbyggt og hvernig stjórnmálamenn skammta því fé. Breyttir tímar Nýr útvarpsstjóri mun standa frammi fyrir krefjandi verk- efnum. Augljóslega þarf að skapa ró og sátt um RÚV meðal starfsfólksins. Það verður erfitt verkefni en mun vafalítið takast eftir því sem fram líða stundir. Það sem verður erfitt fyrir hinn nýja útvarpsstjóra er að móta stefnu og útfæra breytingar sem eru nauðsynlegar og tímabærar. Margt hefur verið vel gert á RÚV að mínu mati á undanförnum árum, ekki síst hafa sjónvarpsþættir sem starfsmenn Ríkisútvarpsins hafa haft umsjón með komið vel út og fallið vel að því hlut- verki sem RÚV er ætlað að sinna. Má þar nefna sérstaklega Landann, Kiljuna, Djöflaeyjuna, Orðbragð, Viðtalið og Kast- ljós. Þessir þættir hafa blómstrað – hver á sinn hátt – þrátt fyrir þröngan kost fjárhagslega. Líklega má öðru fremur þakka það metnaðarfullu og góðu starfsfólki. Það sama má segja um Rás 1 og Rás 2. Þar skortir ekkert á metnaðarfulla vinnu og góða dagskrárgerð. Það er hins vegar fullt tilefni til þess að hugsa það sérstak- lega hvernig megi styrkja Ríkisútvarpið til framtíðar litið með því marka því nýjan ramma til að starfa innan. Nokkur atriði finnst mér þar skipta sköpum, og eru sett fram hér að neðan. 5HNVWUDUXPKYHUõ RÚV á að mínu mati eingöngu að starfa á grundvelli þeirra fjármuna sem það fær á fjárlögum. Ég er eindregið hlynntur því að Ríkisútvarpið sé til og sinni menningarlegu hlutverki sínu af metnaði. Ég tel að það skipti miklu máli fyrir RÚV að hafa ekki tekjur af auglýsingamarkaði. Sérstaklega er þetta viðkvæmt nú á tímum þegar örar breytingar á fjölmiðla markaði eru einkennandi. Þær felast einkum í gjörbreyttu landslagi í miðlun á efni vegna gríðarlegra hraðrar útbreiðslu snjallsíma og spjaldtölva. Samfélagsmiðlar eru farnir að rista sífellt dýpra í samfélögin. Á þeim er hver einstak- lingur sinn eigin ritstjóri og getur haft jafn mikil áhrif á umræðuna og heil fjölmiðill með ritstjórn. Í stuttu máli hafa þessir tveir þættir haft varanlegar og gríðarlega miklar breytingar í för með sér sem smám saman eru farnar að sjást í dagskrár- og frétta- þjónustuhlutverki fjölmiðlar annars vegar og á auglýsingamarkaði hins vegar. Í stuttu máli eru snjallsímar og spjaldtölvur það tæknilega góð tæki og þau ráða vel við það að vera allsherjarneyslutæki fyrir alla miðla fjölmiðlunar. Óhjákvæmilegt er fyrir stór fjölmiðla fyrirtæki að laga sig að þessu. Auglýsingarnar eru síðan í sífellt meiri mæli að færast á internetið, á kostnað dagblaða meðal annars. Víða erlendis er hlutfall auglýsinga á internetinu komið í 25 til 30 prósent af heildarmarkaðnum og hækkar hratt. Hér á landi er sama hlutfall að hækka hratt en er enn miklu lægra, í kringum tíu prósent samkvæmt nýjustu tölum. Gera má ráð fyrir að þetta hlutfall hækki mjög skarplega á næstu tveimur til þremur árum hér á landi og verði orðið þriðjungur innan skamms tíma. En hvað þýðir þetta fyrir Ríkisútvarpið? Aðallega er þetta eitt af þeim atriðum sem horfa þarf til þegar það er metið hvort rétt sé að RÚV sé á auglýsingamarkaði. Sá markaður er að ganga í gegnum miklar breytingar þessi misserin og það gæti verið erfitt að eyrnamerkja tilteknar auglýsinga- tekjur fyrir RÚV á meðan þetta mikla breytingaskeið gengur yfir. Auk þess er ekki svo auðvelt að skilja á milli einstakra markaða, það er blaðaútgáfu, nets, útvarps og sjónvarps, þegar að þessu kemur. Miðlunin á efni er miklu dýnamískari nú en áður og oft erfitt að greina það nákvæmlega á hvaða syllu auglýsingarmarkaðarins auglýsingin er að birtast þegar internetið er undirliggjandi boðleið fyrir dreifingu á efni. Í mínum huga er algjörlega augljóst að RÚV á ekki að hafa tekjur af auglýsingum, það fer ekki saman við að vera með tekjur af fjárlögum. Vegna þessara miklu breytinga sem auglýsinga markaðurinn og fjölmiðlaumhverfið allt er að ganga í gegnum um þessar mundir ætti að vera enn meiri ástæða til þess að hafa RÚV ekki inni á auglýsingamarkaði. Frekar ætti það að geta markað sér sérstöðu algjörlega óháð auglýsingamarkaði. Ég skil hins vegar áhyggjur af því að ef RÚV fer hratt út af markaðnum verði til enn meiri einokunar- staða stærsta einkafyrirtækisins, 365 miðla. En þá er lausnin að innleiða þessar breytingar í skrefum, til dæmis á nokkrum árum, og hafa samhliða náið eftirlit með því að markaðs- ráðandi staða sé ekki misnotuð svo að fjölbreytt fjölmiðla- landslag fái að þrífast hér á landi. Það eftirlit er ekki fyrir hendi núna, jafnvel þó að gert sé ráð fyrir því í lögum, og nauðsynlegt að bæta úr því. 2. Fréttaþjónusta Fólk neytir frétta að mestu á internetinu þessa dagana og þar hefur RÚV setið algjörlega eftir. Séu tölur um áhorf á fréttatíma í sjónvarpi, hlustun í útvarpi og lestur á frétta- síðum á internetinu skoðaðar og metnar sést að RÚV er ekki í leiðandi hlutverki á sviði fréttaþjónustu. ruv.is er sjötti mest lesni fréttavefurinn og stendur mbl.is, visir.is og dv.is langt að baki þegar kemur að vinsældum. Samt sem áður býr RÚV að miklum stöðugleika þegar kemur að trausti almennings, sem er langsamlega mest meðal allra fjölmiðla í landinu, samkvæmt mælingum (þó alltaf megi deila um þær). Það ætti að vera hægt að stórefla fréttaþjónustuhlutverkið með því að eyða meira púðri í vefinn frekar en að vera með fasta frétta- tíma í útvarpi. Framleiðslukerfið virðist vera byggt á allt öðru neyslumynstri fólks á fréttum og það er ekkert athugavert við að laga fréttaþjónustuna að þessum breytta veruleika. Síðan gæti RÚV skapað sér sérstöðu með því að laga fréttavinnsluna að sérhæfingu á sérstökum sviðum í meiri mæli en þekkist hér á landi yfir höfuð. Hafa teymi á tilteknum sviðum, svo sem viðskiptum og efnahagsmálum, stjórn- og dómsmálum, erlendum málefnum, félagsmálum og þess háttar. Þetta hefur verið vinsælt fyrirkomulag í ritstjórnarvinnu víða um heima undanfarin ár, meðal annars til að tryggja betur ábyrgð á tilteknum málaflokkum og byggja upp þekkingu sem þurrkast ekki út hratt eftir því sem skipt er um fólk. Mér finnst eðlilegt að gera þá kröfu til RÚV að þar sé lagt mikið upp úr þessum atriðum. 3. dagskrárgerð Það ætti að leggja sem allra mesta áherslu á að vinna vandað íslenskt efni, bæði leikið og ekki síður heimildarþætti af ýmsum toga. Það er ekki nauðsynlegt að þeir séu dýrir í framleiðslu þó að vafalítið sé það snúið að halda sig innan fjárheimilda þegar að þessu kemur. Ef hægt er að spara með því að kaupa minna af dýru erlendu efni á að gera það, en mér finnst samt nauðsynlegt að hafa vandað er- lent efni líka, sérstaklega heimildarþætti og heimildarmyndir ýmiss konar. Mér finnst eðlilegt að sérstaða RÚV verði fólgin í miklu meiri áherslu á uppfræðsluhlutverk en er að finna á öðrum fjölmiðlum. Þetta hlutverk má líka setja fram í formi leikins efnis, eins og Benedikt Erlingsson rakti skilmerkilega í viðtali við Kjarnann. Þar tók hann sérstaklega dæmi af því hvernig danska ríkisútvarpið DR hefði lagt sig fram við að gera leikna þætti sem tækju fyrir einstaka þætti í sam félaginu og kryfðu þá til mergjar með kvikmyndagerðina að vopni. Markmiðið væri hluti af stærri heild um að hjálpa fólki að greina „hvaðan við komum og hvar við erum stödd“. Mér finnst þetta vera hárrétt hjá Benedikt og nokkuð sem taka þarf til skoðunar ofan í kjölinn. Hluti af þessu er að vinna vel úr menningarlegum gersemum úr safni RÚV, á vef og í útvarp og sjónvarp. Ég geri mér grein fyrir því að ný stefna fyrir RÚV snýst um að hrinda í framkvæmd skipulagi þar sem áhersla er á smáatriði og heildarmyndina í senn. Stóra spurn- ingin er alltaf um peninga; hversu mikla fjármuni þarf RÚV til að geta þjónað hlutverki sínu? Sjálfur er ég á því að einblína þurfi á uppskurð frekar en niðurskurð á RÚV. Ég gerði það upp við mig fyrir löngu að það væri ekki aðeins réttlætanlegt heldur mikilvægt að ríkissjóður styddi við menningar- og listastarfsemi í landinu og héldi úti metnaðarfullri starfsemi RÚV. En mér finnst að það þurfi að standa á eigin syllu frekar en innan um önnur fjölmiðla- fyrirtæki og marka sér skýrari sérstöðu. Þannig gæti það orðið sú kjölfesta sem ólíkir hópar í samfélaginu eru með væntingar um. „Sérstaklega hefur gagnrýni á niður- skurð innan RÚV verið áberandi á meðal fólks sem starfar í hinu fjöl- breytilega landslagi lista og menn- ingar á Íslandi.“ „Vegna þessara miklu breytinga sem auglýsinga- markaðurinn og fjölmiðlaumhverfið allt er að ganga í gegnum um þessar mundir ætti að vera enn meiri ástæða til þess að hafa RÚV ekki inni á auglýsinga- markaði.“ um höFundinn Magnús Halldórsson er blaðamaður á Kjarnanum 01/01 kjarninn fJöLMiðLaR íTarEFni Á gömlum grunni Síðustu birtu ársskýrslu RÚV má lesa hér Rekstrartekjur 5,3 milljarðar króna Samkvæmt síðasta birta ársreikningi RÚV Smelltu á fyrirsagnirnar til að lesa ítarefnið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.