Kjarninn - 19.12.2013, Blaðsíða 73

Kjarninn - 19.12.2013, Blaðsíða 73
Deildu með umheiminum samFélaGsmál hversdagsreglur Árni Helgason skrifar um hversdagslegar aðstæður sem engar reglur gilda um Þ ótt lög og reglugerðir telji orðið þúsundir blað- síðna koma upp aðstæður á hverjum degi sem fólk þarf að leysa úr af eigin rammleik. Yfirleitt tekst fólki vel til en stundum vandast málin og erfiðar, jafnvel vandræðalegar, aðstæður geta skapast í tómarúminu. Hér verður farið yfir fimm slík tilvik, hversdagslegar aðstæður sem engar reglur gilda um. Í fyrsta lagi er til skoðunar hvor eigi að hringja til baka þegar símtal slitnar, í öðru lagi hvort og þá hvenær gestgjafi eignist áfengi sem er afgangs frá gestum eftir heimboð, í þriðja lagi hvort fara megi fram fyrir gömlu röðina í verslun þegar nýr afgreiðslu- kassi er opnaður, í fjórða lagi hvort henda megi rusli á gólfið í bíó og svo loks hvort pör borgi tvöfalt eða jafnt á við ein- hleypa í sameiginlegum gjöfum. Allt eru þetta atriði sem hafa valdið gríðarlegri óvissu. Hér þarf að viðhafa snögg viðbrögð og ekki gefst tími til að halda þjóðfund með blöðrum og stikkorðum, heldur þarf einhver að taka sér norður-kóreskt landsföðurvald og semja reglur. Ég hef sem sagt ákveðið að taka það að mér. hvor á að hringja til baka þegar símtal slitnar? Upp getur komið sú hvimleiða pattstaða þegar það slitnar í miðju símtali að báðir reyna að hringja til baka. Þá er á tali hjá báðum út af því að þeir eru að hringja í hvorn annan. Svo getur það gerst að báðir ákveða að hætta að reyna á sama tíma og ekkert gerist í drykklanga stund, þar til báðir byrja aftur. Svona getur þetta gengið í marga hringi. Þetta er auðvitað bagalegt og einhver hagfræðingurinn gæti sjálfsagt reiknað út samfélagslegt tap Íslendinga af völdum þess hve miklum tíma er eytt í símtöl sem þessi á ári. En um þetta á að gilda einföld regla sem eyðir óvissunni (og sparar samfélaginu stórfé). Reglan byggir á því að þátttakendum í símtali má skipta í tvennt. Annars vegar er það leiðtogi símtalsins, það er sá sem hringdi upphaflega, og hins vegar starfsmaður á plani símtalsins, sá sem hringt var í. Þegar hlutverkum hefur verið skipt með þessum hætti einfaldast málið verulega. Leiðtoginn ber að sjálfsögðu alla ábyrgð á því að hringja aftur ef svo illa fer að sambandið slitnar en starfsmanni á plani ber að halda kyrru fyrir á meðan og undir engum kringumstæðum reyna að hringja til baka, nema fyrirskipanir þess efnis berist frá leiðtoganum, til dæmis í formi SMS- skeytis. Hér er því sett fram eftirfarandi regla: Q Þegar símtal slitnar ber sá sem KULQJGLXSSKDŮHJD OHL²WRJLV¯PWDOVLQV  ábyrgð á að hringja til baka í þann sem var hringt í (starfsmann á plani símtals). (LJQDVWJHVWJMDõ¡IHQJLVHPHUDIJDQJVIU¡JHVWXP" Þetta er aðstaða sem oft kemur upp. Boðið er heim og gestirnir taka með sér áfengi en skilja það eftir hjá gest- gjafanum. Er við hæfi að gesturinn mæti síðar og endur- heimti áfengið eða má gestgjafinn slá eign sinni á afganginn? Hér getur til dæmis það vandræðalega augnablik orðið að þegar gesturinn mætir einhverjum dögum síðar sé gest- gjafinn í þann mund að dreypa á afganginum. Almennt verður að miða við að gestgjafinn eignist það áfengi sem skilið er eftir hjá honum, enda ekki hægt að leggja það á gestgjafann að geyma áfengi vikum eða jafnvel mánuðum saman. Þó þarf að huga að tvennu í þessu sam- hengi. Fyrir það fyrsta, hversu veglegt var heimboðið og í öðru lagi hversu verðmætt var áfengið fyrir gestinn? Heimboð eru misvegleg. Þegar hópur ungra karlmanna, svo dæmi sé tekið, hittist heima hjá einum þeirra er til- gangurinn yfirleitt eingöngu að tryggja húsaskjól á meðan áfengis er neytt og haldið á pöbbinn eftir á. Veitingar og undirbúningur eru í lágmarki, ef einhverjar yfirhöfuð. Eftir því sem aldurinn færist yfir og fólk gerist ráðsettara er meira lagt í heimboðin og tilkostnaðurinn verður meiri. Að sama skapi er áfengi mismikilvægt eftir aldri þess sem á það. Ungt fólk hefur allajafna mikið fyrir því að útvega sér áfengi og ver til þess töluverðu hlutfalli af ráðstöfunartekjum sínum. Áfengi er dýrt hér á landi og okkur Íslendingum ekki treyst fyrir því að kaupa slíka vöru fyrr en eftir tvítugt og þá alls ekki í almennum matvöruverslunum. Eignarhald áfengis er því þýðingarmikið fyrir ungt fólk sem hefur ekki efni á því að fara á bari. Því er oft mikið á sig lagt til að tryggja sér áfengi og ungt fólk gefur til dæmis hvert öðru ekki áfengi, ekki frekar en fangar gefa hver öðrum sígarettur. Allt hnígur þetta í þá átt að gestgjafi sem hefur haft ungt fólk í heimsókn verður að stíga varlega til jarðar í að slá eign sinni á afgangsáfengi. Eðlilegt er að gefa rúman frest í slíkum tilfellum, í það minnsta vel fram yfir næstu helgi áður en hægt er að ganga í birgðirnar sjálfur. Þegar fólk eldist breytist þetta. Heimboð eru veglegri og ýmsar aðrar skyldur en að útvega húsaskjól færast yfir á gestgjafann, til dæmis matreiðsla og að bjóða upp á borðvín með matnum. Gestgjafar í slíkum boðum eiga því almennt að geta gengið að því sem vísu að það áfengi sem verður af- gangs sé þeirra, enda hafa þeir lagt töluvert í boðið. Að þessu sögðu verður að gæta að því að gestir í boðum geti, áður en kvatt er, sótt það áfengi sem komið var með í boðið, til dæmis ef gesturinn er með fleiri samkvæmi á dagskránni um kvöldið. Best er að gera slíkt svo lítið beri á og áður en kveðjuathöfn hefst, enda óþægilegt fyrir alla ef hjartnæmar þakkarræður eru til dæmis brotnar upp með ósk um að sóttir verði tveir bjórar í ísskápinn. Hér er því sett fram eftirfarandi regla: Q Áfengi sem verður afgangs í heimboði er eign gestgjafa frá og með kveðjustund í heimboði. Q 6«JHVWXULQQXQJXUD²£UXPJHWXUJHVWJMDŭHNNLVOHJL²HLJQ sinni á afgangsáfengið fyrr en að liðinni einni helgi frá og með heimboðinu. má fara fram fyrir röðina þegar nýr afgreiðslukassi er opnaður í verslun? Í flestum verslunum landsins eru afgreiðslukassar skipu- lagðir þannig að biðröð er við hvern og einn þeirra. Ef nýr kassi er opnaður myndast því nokkurs konar villta vesturs ástand meðal viðskiptavina sem rjúka úr gömlu röðinni til að vera fyrstir í þá nýju. Ef það eru til dæmis fimm manns í röð á kassa og þrír þeirra ákveða að freista gæfunnar á nýja kassanum getur sú staða komið upp að fimmti maðurinn í gömlu röðinni sé kominn fram fyrir hina tvo. Allir sjá hvers konar hrópandi óréttlæti slíkt hefði í för með sér. Forgangur úr fyrri röðum verður að halda sér, enda eru allir betur settir þótt röðin haldi sér og réttlætis kenning John Rawls þannig uppfyllt. Sá sem var fimmti í gömlu röðinni er nú skyndilega þriðji í þeirri nýju og þannig koll af kolli. Málið vandast þó ef tvær mismunandi raðir koma saman í nýju röðina. Hvor röðin hefur forgang í nýju röðina? Ef gæta ætti ítrustu sanngirni þyrfti sennilega að leyfa þeim sem lengst hefur beðið í annarri hvorri röðinni að vera fyrstur og svo kæmi sá sem lengst hefði beðið í hinni röðinni og svo framvegis. Slíkt yrði þó augljóslega of flókið og því verður að fara blandaða leið. Ef farið er úr tveimur röðum verður sú röð sem fyrst kemur á nýja kassann að fá að vera á undan. En hins vegar bera að virða innbyrðis skipan úr gömlu röðinni. Hér er því sett fram eftirfarandi regla: Q  HJDUQ¿UNDVVLRSQDVW¯YHUVOXQVNXOXÀHLUVHPIDUD\ŭU¼U gömlum röðum vera jafnsettir innbyrðis á nýja kassanum. 0¡KHQGDUXVOL¡J³Oõ°­E­³" Sjarminn við að fara í bíó liggur ekki síst í smáatriðunum. Bíóferð er fullkomin afsökun til að raða í sig gosi, poppi og nammi og fylla svo á í hléi með meira gosi og poppi, allt á innan við tveimur tímum, og þurfa ekkert að spá í það hvað verður um ruslið. Því er bara hent á gólfið og þykir sjálf- sagt. Gamla tuggan sem er oft sögð við börn, „myndirðu ganga svona um heima hjá þér?“ á til dæmis ekki við um bíó. Enginn annar samkomustaður fólks býður upp á þennan valkost. Í leikhúsi hendir enginn rusli á gólfið, hvað þá á veitingastöðum eða kaffihúsum. Bíóferðir eru sakbitin sæla okkar þegar kemur að rusli og tiltekt. Á því hefur hins vegar borið upp á síðkastið að fólk sé farið að fá samviskubit yfir þessu og sé jafnvel farið að stunda vitleysu eins og að telja sig þurfa að að henda ruslinu sjálft. Rétt er að fyrirbyggja þennan misskilning alveg með eftir- farandi reglu: Q Réttur bíógesta til að henda rusli á gólf byggir á gamalli venju og er skýr. Borga pör tvöfalt eða jafnt á við einhleypa í sameigin- legum gjöfum? Algengt er í veislum, giftingum, afmælum og útskriftum að hópur taki sig til og leggi saman í púkk fyrir gjöf. Kostnað- inum er þá deilt jafnt á þá sem koma að gjöfinni en hvernig á að telja pör í hópnum? Er parið talið sem einn eða tveir hausar í púkkinu? Pör geta lent í að ofgreiða í gjöfum ef telja á þau tvöfalt en á móti kemur að þau geta líka sloppið ódýrt ef þau eru talin sem einn haus, enda fær parið nafnið sitt á kortið, tekur þátt í veislunni en borgar bara helming á við aðra. Hér getur auðvitað skipt máli hversu vel parið þekkir viðkomandi. Þekkja báðir makar þann sem býður eða bara annar makinn? Önnur leið er að spyrja sig að því hvað myndi gerast ef parið væri ekki saman, yrði báðum boðið í veisluna? Að vísu verður að fara varlega í slíkt, enda kannski ekki mjög rómantískt að byrja kvöldið á slíkum vangaveltum: „Ef ég myndi hætta með þér þá myndi Maggi aldrei bjóða þér, ástin mín.“ Þetta má einnig nálgast út frá veisluföngum – tekur mak- inn mikið til sín í mat og drykk eða er hann neyslugrannur og bara í vatninu? Ef svo er má færa rök fyrir því að óþarfi sé að rukka hann fyrir gjöfina en ef hann er á beit horfir málið öðruvísi við. Ef allt er í hnút má hér henda fram ákveðnum Salómons- dóm, í þá veru að pör greiði 1,5 á við einhleypa. Hér er því sett fram eftirfarandi regla: Q  HJDUKµSXU ÀU¯UH²DŮHLUL VWHQGXUVDPHLJLQOHJD D²JM¸IVNDOWHOMDS¸UVHPHLQQD²LOD¯JM¸ŭQQL  Parið skal þá gæta að því að neysla matar og drykkjar í veislunni sé í samræmi við þetta hlut- fall. Q Þetta á þó ekki við ef báðir makar þekkja þann VHPI¨UJM¸ŭQDVYRYHOD²ÀHLPKHI²LE£²XPYHUL² ER²L²  £VNDOSDUL²JUHL²DWY¸IDOW¯JM¸ŭQQL Hugmyndin er sú að reglurnar verði kallaðar „hversdagsreglurnar“ og fólk geti þá vísað til þeirra þannig, samanber „þetta er bara alveg skýrt í hversdags reglunum“. „Þegar símtal slitnar ber sá sem hringdi upphaf- lega (leiðtogi sím- talsins) ábyrgð á að hringja til baka í þann sem var hringt í (starfsmann á plani símtals).“ „Þegar nýr kassi opnast í verslun skulu þeir sem fara yfir úr gömlum röðum vera jafn- settir innbyrðis á nýja kassanum.“ um höFundinn Árni Helgason er lögmaður hjá CaTO lögmönnum. 01/01 kjarninn SaMfÉLaGSMÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.