Kjarninn - 19.12.2013, Blaðsíða 74

Kjarninn - 19.12.2013, Blaðsíða 74
Deildu með umheiminum sTjórnmál Þing á leið í jólafrí Huginn Freyr Þorsteinsson skrifar um samkomulag stjórnmálaflokka á Alþingi s amkomulag náðist á Alþingi milli stjórnar og stjórnarandstöðu um afgreiðslu mála og til- högun þingfunda fram að jólafríi þingsins. Með samkomulaginu gaf meirihlutinn eftir desember- uppbót handa atvinnulausum, komugjöld á sjúk- linga og fjármuni í hin ýmsu verkefni er tengjast skapandi greinum. Áður hafði meirihlutinn fallið frá ákvörðun ríkis- stjórnarinnar um niðurskurð á barnabótum og harkalegum niðurskurði í heilbrigðiskerfinu vegna harðrar andstöðu úr samfélaginu við þessar ráðstafanir. Breytingar sem hafa átt sér stað á fjárlagafrumvarpinu eru því viðamiklar enda var ljóst við framlagningu þess að aðgerðir á niðurskurðarhlið voru of umfangsmiklar og engin pólítísk samstaða myndi nást um þær. Markmið ríkisstjórnarinnar um hallalaus fjár- lög næst að öllum líkindum ekki en óvissa er um tekju öflun upp á rúmlega 20 milljarða króna í formi bankaskatts og breytinga á skuldabréfi til Seðlabankans. Eftir stendur líka illa ígrundaður flatur niðurskuður, sameining ýmissa stofn- ana í heilbrigðiskerfinu er í farvatninu, meiri niðurskurður á menntastofnanir, RÚV er í upplausn vegna niðurskurðar, skorið er niður til þróunaraðstoðar og fjöldi opinberra starfs- manna mun missa vinnu sína. Eftirköst fjárlagafrumvarpsins eiga eftir að birtast þjóðinni en hægt hefði verið að sleppa þeim ef vilji væri hjá meirihlutanum til að auka tekjuöflun ríkisins en ekki draga úr henni. málefnaleg stjórnarandstaða Það er þó visst fagnaðarefni að stjórnmálaflokkar á Alþingi nái samkomulag um störf sín. Slík vinnubrögð eru til þess fallin að auka virðingu þingsins, sem hefur verið í algjöru lágmarki. Núverandi stjórnarandstaða hefur greinilega ákveðið að taka ekki upp ósiði þeirrar stjórnarandstöðu sem var á síðasta kjörtímabili og reyna frekar að stuðla að sáttum ef það er í boði. Þá hefur stjórnarandstaðan leitast við að vera málefnaleg. Eins og samkomulagið um þinglok sýnir einbeitir stjórnarandstaðan sér að því að ná árangri í þeim málefnum er flokkar hennar leggja áherslu á fremur en að ástunda skemmdarverk á störfum þingsins. Og þannig á þetta auðvitað að vera í ríkjum þar sem þingræði og lýðræðishefð ríkir. Þingstörf eiga að beinast að upplýstri umræðu um málefni og reyna með henni að upplýsa þingheim og almenning um þá kosti sem til staðar eru þannig að sem bestar ákvarðanir séu teknar. Alþingismenn eru fulltrúar borgar- anna í löggjafarvinnu sinni. Aftur á móti getur stjórnarandstaðan spurt sig þeirrar spurningar hvort sú leið sem telst rétt út frá siðrænum mælikvörðum um mikilvægi lýðræðis og upplýstrar umræðu sé endilega árangursrík í stjórnmálum. uppnámsstjórnmál Á síðasta kjörtímabili fylgdi stjórnarandstaðan þeirri stefnu að reyna að skapa eins mikið uppnám og mögulegt væri í störfum þingsins. Þegar reynt var að ná samkomulagi við stjórnarandstöðuna passaði hún að hafa nógu mörg mál undir þannig að líkur á samkomulagi væru engar. Og jafn- vel ef samkomulag náðist var stjórnarandstaðan fljót til að brigsla meirihlutanum um svik til að koma þingstörfum í uppnám. Þá voru stjórnarandstæðingar duglegir að átelja vinnubrögð og skort á gagnsæi, ýja að óheiðarleika ráðherra og á stundum landráðum. Málefni voru látin lönd og leið en þeim mun harðari persónuárasir urðu til að gera andrúms- loftið sem óbærilegast. Þannig hefði stjórnarandstaðan á síðasta kjörtímabili aldrei staðið að því samkomulagi um fjárlagafrumvarp sem nú var handsalað. Hún hefði tíundað að frumvarpið kom of seint fram og fundir fjárlaganefndar voru að tilefnislausu og ítrekað felldir niður. Bætist þar ofan á stríður straumur af vanhugsuðum yfirlýsingum formanns fjárlaganefndar um frumvarpið sjálft og „rangsannindi“ forsætisráðherra um niðurskurð á barnabótum. Þessu til við- bótar væri fjárlagafrumvarpið í fullkomnu uppnámi og ekkert samkomulag gæti náðst á meðan ríkisstjórnar flokkarnir væru ósamstíga um frumvarpið og forsætis ráðherra færi með „rangsannindi“. Frið eða ófrið um þingstörf? Núverandi stjórnarandstöðu má þannig segja það til hróss að hún er ábyrg en það er ekki ávísun á árangur. Sú taktík sem stjórnarandstaðan á síðasta kjörtímabili keyrði er nefni- lega árangursrík þó að hún sé óábyrg. Ástæðan er sú að það er alltaf meiri skaði fyrir ríkisstjórnarflokka að hafa þingið í upplausn en stjórnarandstöðu. Bjölluglaumur á Alþingi gefur ekki jákvæð skilaboð út í samfélagið. Þegar þingið er í uppnámi líta meirihlutaflokkarnir ekki út fyrir að ráða við stöðuna og áhrifin inn í þingflokka stjórnarflokka eru meiri en margan grunar. Aftur á móti þegar ríkisstjórn nær samkomulagi við stjórnarandstöðuna þagnar bjallan á Alþingi og skýr skil verða á stjórnar andstöðu og stjórnar. Ríkisstjórn hirðir ávinningin af samkomu- lagi jafnvel þó að stjórnarandstaðan nái einhverjum sinna mála í gegn. Þetta vissu og fundu margir þeir þingmenn Sjálfstæðis flokks og Framsóknar sem voru í stjórnarandstöðu á síðasta kjörtímabili. Af þeim ástæðum kusu þeir alltaf ófriðinn og að forðast að enda í samkomulagi. Hægt og bítandi er með slíkum aðferðum hægt að veikja verulega hvaða meirihluta sem er. Það er líka ástæða þess að nýi meirihlutinn á þingi leggur svo mikla áherslu á bætt og betri vinnu- brögð á Alþingi. Hann veit sem er að ef áframhald yrði á subbuskapnum sem var á síðasta kjörtímabili myndi fljótlega hrikta í meirihluta sem skipaður er af reynslulitlum þingmönnum. Að gera Alþingi allt að því óstarfhæft telst ekki dygðug stjórnmál en núverandi stjórnarflokkar hikuðu ekki við að beita öllum meðulum til að ná sínum markmiðum fram. Nú handsöluðu þeir hins vegar samkomulag við stjórnar- andstöðuna og mega sennilega teljast sáttir við sitt. „Þegar þingið er í uppnámi líta meirihluta- flokkarnir ekki út fyrir að ráða við stöðuna og áhrifin inn í þing- flokka stjórnar- flokka eru meiri en margan grunar.“ um höFundinn Huginn Freyr Þorsteinsson var aðstoðar- maður Steingríms J. Sigfús sonar í ýmsum ráðuneytum á síðasta kjör- tímabili. Hann er heimspekingur og aðjúnkt við Há- skólann á akureyri. 01/01 kjarninn STJóRnMÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.