Kjarninn - 19.12.2013, Blaðsíða 77

Kjarninn - 19.12.2013, Blaðsíða 77
áliT Tími kærleikans Árni Svanur Daníelsson og Kristín Þórunn Tómasdóttir skrifa um jólin. E ru jólin tími pakkanna? Það finnst mörgum, bæði ungum og öldnum, ekki síst á þessum tíma þegar liðið er á aðventuna og landsmenn hafa eytt ótal stundum í að hugsa um hvað eigi að gefa þeim sem skipta okkur máli, finna út hvar við gerum bestu kaupin, kaupa og pakka inn og skreyta. Pakkastússið allt er mikilvægur hluti af jólahaldinu. milljónir Kvikmyndin Milljónir eftir verðlaunaleikstjórann Danny Boyle er ein eftirminnilegasta jólamynd síðari ára. Þetta er dæmisaga um tvo bræður sem finna tösku fulla af peningum. Sagan gerist í Englandi, nokkrum dögum áður en skipta á um mynt í landinu. Bræðurnir vilja ekki skila peningunum því þeir óttast að enginn trúi því að þeir hafi fundið þá á víðavangi. Þeir vita líka að peningarnir verða verðlausir eftir nokkra daga. Hvað er til ráða? Eldri bróðirinn vill eyða þeim í sjálfan sig. Hann vill kaupa sér fallega hluti og spreða peningum til að stækka sjálfur. Yngri bróðirinn vill eyða þeim í fátæka og láta þannig gott af sér leiða. Milljónir gerist á aðventu og jólum. Hún spyr spurningar sem er kannski ein af lykil spurningum vestræns samfélags: Hvað eigum við að gera við peningana okkar? Eyða í okkur sjálf eða aðra? Er það ekki spurningin sem brennur á svo mörgum þegar rætt er um fjárlög og þróunaraðstoð, framlög til Landspítala, starfsemi hjálpar- samtaka, menntakerfið okkar? Er það ekki spurningin sem býr að baki þegar við erum hvött til að kaupa Gjöf sem gefur af Hjálparstarfi kirkjunnar eða Sanna gjöf af UNICEF? Þegar okkur er boðið að skilja aukapakka eftir undir jólatrénu í Kringlunni? dýrmætustu pakkarnir Í jólaljóðinu „Ég þigg þennan pakka“ eftir Berg Þór Ingólfsson sem kom út á jólaplötunni Eitthvað fallegt á dögunum er sungið um þá pakka sem hjartanu eru kærastir: pakkinn sem er næst hjartanu á mér dálítið beyglaður lætur lítið yfir sér en hann er frá þér og merki þess ber með smáum fingrum föndraður af kærleikanum ger. Um jólin er gott að staldra við, horfa til baka og íhuga hvaða pakkar það eru sem við höfum gefið eða þegið sem hafa skilið eftir sig dýpstu sporin í hjarta og huga. Það eru ekki endilega dýrustu pakkarnir heldur fremur þeir sem við völdum af kostgæfni og bjuggum til sjálf með eigin huga eða höndum. Dýrmætastir eru jafnvel þeir sem fóru til þess sem við þekktum aldrei, en þurfti mest á kærleiks gjöfinni að halda og þáði hana fyrir milli- göngu hjálparsamtaka. Jólin eru tími kærleikans. Kærleika til þeirra sem standa okkur næst og kærleika til þeirra sem við höfum aldrei þekkt. Fyrir það standa pakkarnir sem við gefum og tökum við þessi jól. Gleðileg jól. „Jólin eru tími kær- leikans. Kærleika til þeirra sem standa okkur næst og kærleika til þeirra sem við höfum aldrei þekkt.“ um höFundana Árni Svanur Daníelsson er verkefnastjóri hjá Þjóðkirkjunni. Krístín Þórunn Tómasdóttir er héraðsprestur á Kjalarnesi. Þau eru hjón. 01/01 kjarninn ÁLiT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.