Kjarninn - 09.01.2014, Blaðsíða 68

Kjarninn - 09.01.2014, Blaðsíða 68
03/03 kjarninn LÍFSStÍLL brýnir einnig fyrir matvælaframleiðendum sem selja kanil og kanil vörur að nota ekki cassia–kanil heldur ceylon–kanil sem inniheldur lítið sem ekkert kúmarín. Greinarhöfundur ákvað að bregða sér í búðarferð til að athuga hvaða tegundir af kanil væru í boði í íslenskum verslunum, en bæði kanilduft og kanilstangir voru skoðaðar frá nokkrum framleiðendum. Skemmst er frá því að segja að algengt var að framleiðendur tækju ekki einu sinni fram á umbúðum um hvaða kaniltegund var að ræða og athygli vakti einnig að það átti bæði við um hefðbundinn kanil og lífrænt vottaðan kanil. Í þeim fáu tilfellum þar sem þess var getið á umbúðum hvað tegund var um að ræða var í það yfirleitt cassia–kanill þótt einnig mætti finna ceylon–kanil. Þetta er auðvitað ekkert einsdæmi á Íslandi því eins og áður hefur komið fram er cassia–kanill lang- algengasta tegundin á markaði bæði í Evrópu og Bandaríkjunum sökum þess hve ódýr hann er. Það verður þó að teljast móðgun við neytendur að ekki komi skýrt fram á umbúðum um hvaða kaniltegund er að ræða en þess ber einnig að geta að margar netverslanir erlendis selja ceylon–kanil fyrir þá sem vilja einfald lega fara þá leið að panta hann að utan. lÆKninGamáttur Kanils Löng og mikil hefð er fyrir notkun bæði cassia– og ceylon–kanils til lækninga, en virknin er talin afar svipuð. cassia–kanill er hefðbundið notaður til lækninga í Kína en ceylon–kanill á Vesturlöndum. Kanill hefur um aldir þótt góður gegn kvefpestum og flensum ásamt því að örva blóðrás og verma kaldar hendur og fætur. Hann er líka styrkjandi fyrir meltingarfærin og gagnlegur við uppþembu, vindgangi, ristilkrampa, ógleði og niðurgangi. Kanill getur einnig örvað tíðablæðingar og dregið úr tíða- verkjum. Í grasalækningum er sjaldnast unnið með eina jurt í einu heldur er nokkrum tegundum jurta blandað saman. Þetta á sérstaklega við um kanil því afar fátítt er að hann sé gefinn innvortis einn og sér í hefðbundnum grasalækningum. Í Kína er til dæmis hefð fyrir því að blanda kanil saman við engifer og lakkrísrót. Kanill hefur komist í tísku síðustu árin og verið vinsælt rannsóknarefni hjá vísindamönnum. oft á tíðum styðja þessar rannsóknir við hefðbundna notkun en fjölmargar rannsóknir hafa leitt í ljós eftirfarandi áhrif kanils. niðurstöður rannsókna Bakteríu-, veiru- og sveppadrepandi Q Lækkar blóðsykur Q Lækkar kólesteról Q Lækkar blóðþrýsting Q andoxunaráhrif Q Bólgueyðandi Q Verndar lifur Q Hamlar vöxt krabbameinsfrumna Flestar þessar rannsóknir hafa verið gerðar í tilraunaglösum eða á dýrum en ekki á mönnum. Þessi áhrif hafa verið rannsökuð bæði hjá cassía og ceylon kanil. Varúð: Ekki er mælt með inntöku á kanil (hvorki cassia né ceylon) á meðgöngu. Kanil ætti ekki að nota í stórum skömmtum samfellt í langan tíma, sérstaklega ekki cassia–kanil.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.