Kjarninn - 16.01.2014, Blaðsíða 34

Kjarninn - 16.01.2014, Blaðsíða 34
03/05 atvinnumál alþjóðlega skírskotun, en Íslendingar standa framarlega í líftæknirannsóknum og hefur líftæknismiðja Matís á Sauðár- króki eflt slíkar rannsóknir. Í kringum þessa starfsemi hefði getað byggst upp kröftug atvinnustarfssemi á Patreksfirði og Snæfellsnesi en ljóst er að ekkert verður úr því á meðan fjárveitingar liggja ekki fyrir. Annað verkefni sem komið er í biðstöðu er uppbygging uppsjávarsmiðju (e. Pelagic Center of Excellence) í samstarfi við fyrir- tæki og sveitarfélög á Austurlandi en sjálft þekkingarsetrið átti að vera í Neskaupstað. Hugmyndafræðin að baki uppsjávarsmiðju er að stunda markvissar rannsóknir á uppsjávar- afla Íslendinga og vöruþróun á afurðum úr uppsjávarfiski. fullvinnsla skapar verðmæti Á heimasíðu Matís kemur fram að fullvinnsla fisks hafi skapað mikil verðmæti hér á landi og árangurinn sé talsvert meiri en hjá samkeppnis- þjóðum okkar. Tekið er dæmi um mun á afla- nýtingu Íslendinga og Norðmanna sem nemur um 16 prósentum. Á Íslandi fást 570 kíló af afurðum úr einu tonni af þorski en sama magn skilar Norð- mönnum aðeins 410 kílóum. Þarna munar 160 kílóum á hverju tonni. Norðmenn hefðu getað aukið virði heildarafla síns úr Barentshafi um 21 milljarð íslenskra króna á þessu ári með því að tileikna sér aðferðir Íslendinga við fullvinnslu fiskafurða. Byggðarþróunarverkefni á borð við þau sem nefnd hafa verið geta reynst mikil lyftistöng fyrir smærri samfélög. Þau eru atvinnuskapandi og það hefur keðjuverkandi áhrif á samfélagið allt. Fólk flyst til staðarins en ekki frá honum og skólarnir og aðrar atvinnugreinar eflast, eins og til dæmis þjónustuiðnaðurinn. Á þeim stöðum þar sem uppbygging af þessu tagi lá í loftinu sáu einstaklingar og fyrirtæki fram á bjarta tíma þar sem slík verkefni geta verið stökkpallur til varanlegrar verðmætasköpunar á Íslandi. utanríkisráðherra Gunnar Bragi Sveinsson hefur gagnrýnt Evrópusambandið harðlega fyrir að draga IPA- styrki til baka.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.