Kjarninn - 16.01.2014, Blaðsíða 57

Kjarninn - 16.01.2014, Blaðsíða 57
04/06 pistill sameiginlegum vini. Svona lagað sá maður stundum í stíla- bókum skólasystra sinna. Í versta falli stóð: Mér finnst Auður Jóns vera leiðinlegasta stelpan í bekknum en hver finnst þér leiðinlegust? Eitthvað svoleiðis. Hjá sumum var maður skemmtilegastur, öðrum leiðin- legastur. Kannski er það ástæðan fyrir statusi óléttu konunnar þegar hún þóttist greina eineltistakta hjá fyndnum borgarkandídötum. Ég veit það ekki. Kannski er maður alltaf sami krakkinn. Krakkinn sem vill að allir séu memm og að flestir skrifi að hann sé skemmtilegastur í bekknum, já, að hann fái flest lækin á Facebook. Lækaðu hjá mér þá mun ég læka hjá þér lækaðu hjá mér þá mun ég læka hjá þér eilífðarþras Ég læka hjá þér. Læka og læka og bíð eftir að aðrir læki hjá mér, verandi fertug móðir og rithöfundur; manneskja í tveimur hlutverkum sem útheimta sjálfstæða hugsun. Það er kannski fulldjúpt í árina tekið að segja að maður glutri niður sjálfstæðri hugsun á Facebook en lækin hafa áhrif á hana. Af hverju gleðst maður annars yfir mörgum lækum? Getur verið að læk og skortur á lækum hafi mótandi áhrif á skoðanir manns? Ég held reyndar að samtöl á Facebook séu góð að því leytinu til að maður getur kastað fram skoðun þar og fengið viðbrögð við henni sem fá mann til að taka fleiri sjónarhorn inn í myndina. En þessi samtöl geta líka orðið svo harðvítug að þau hækka blóðþrýstinginn, enda er hættulega einfalt að misskilja fólk á þessum miðli; það er jú misjafnt hvernig fólk tjáir sig í skrifuðu máli og að sama skapi misjafnt hvernig fólk les. Þannig getur maður verið sammála einhverjum en samt þurft að rífast við viðkomandi til að koma honum í skilning um það. Fólk les eins misjafna hluti úr sömu orðunum og það er margt. Facebook er dæmd til að bjóða upp á eilífðarþras.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.