Kjarninn - 16.01.2014, Blaðsíða 68

Kjarninn - 16.01.2014, Blaðsíða 68
02/03 ÍÞrÓttir seattle seahawks Seattle Seahawks hefur án vafa verið sterkasta lið deildarinnar í ár. Vefsíðan Football Outsiders var með Seahawks sem langbesta lið deildarinnar. Stuðst verður við DVOA-mælikvarða síðunnar hér. Liðið var það gott að það var með fimmta besta DVOA frá 1989. Aðalsmerki þess er vörnin, sem var í raun sögulega góð, sú sjöunda besta frá 1989. Sókn Seahawks var einnig góð, sú sjöunda besta í ár. Það sem stendur upp úr er sendingarvörn Seahawks. Þar er liðið enn og aftur langsterkast og nálægt sögulegu hámarki. Þeir Richard Sherman og Earl Thomas hafa verið þar fremstir í flokki, en báðir voru valdir í úrvalslið deildarinnar í ár. Burðarásar Seahawks í sókninni eru leikstjórnandinn Russell Wilson og hlauparinn Marshawn Lynch, sem báðir voru topp 10 leikmenn í sinni stöðu að mati Football Outsiders. Það eina neikvæða við Seahawks er hvað leikmenn þess hafa oft ratað í fréttir síðustu misseri fyrir að brjóta reglur um ólögleg efni. Þar er lyfið Adderall í sviðsljósinu. Sökum þess hafa þeir því fengið hið vafasama viðurnefni Sea- Adderall Seahawks. Alls hafa fimm leik- menn þess á undanförnum árum tekið út leikbann vegna ólöglegra lyfja. Þar að auki átti áðurnefndur Sherman yfir höfði sér bann en slapp vegna framkvæmdargalla við sýnatöku. san francisco 49ers Andstæðingar Seahawks verða erkifjendur þeirra í 49ers. Liðin leika saman í riðli og hafa því mæst oft. 49ers var sjötta besta liðið í ár samkvæmt Football Outsiders, áttunda besta sóknin og 13. besta vörnin. Liðið hefur verið á mikilli siglingu og unnið átta leiki í röð og 13 af síðustu 15 þar sem einu töpin voru með samanlagt fjórum stigum gegn góðum liðum. Þetta er þriðja árið í röð sem 49ers kemst í undan úrslit, sem sýnir vel hversu gott og stöðugt liðið hefur verið. Aðalsmerki þess hefur verið varnarleikurinn, með þá Patrick Willis og NaVorro Bowman í aðalhlutverki. Hins vegar virðist vörnin hafa tekið skref afturábak frá því á síðasta tímabili. Sóknarleikurinn mun velta á leikstjórn- andanum Colin Kaepernick, sem mætti segja að sé óútreiknan legasti leikmaður liðsins. Ef Kaepernick spilar vel á 49ers möguleika á sigri. viðureignin Seattle Seahawks gegn San Francisco 49ers í Seattle Seahawks-sóknin getur lent í töluverðum vand ræðum ef andstæðingurinn spilar frábær- an varnar leik eins og gerðist í leikjum gegn 49ers og Cardinals. Þessi leikur mun að öllum líkindum verða mikill varnarslagur. Leikurinn er þó heimaleikur hjá Seahawks, sem er töluverð- ur styrkur sökum mjög öflugra áhorfenda. Þeir settu á tímabilinu heimsmet yfir hljóðstyrk á íþróttaleikvangi. Football Outsiders telur líkur á Seahawks sigri vera 62,8%. Þetta byggja þeir á 50.000 hermunum á leiknum. Sjálfur myndi ég spá Sea- hawks sigri í afar jöfnum og spennandi leik en tel það alls ekki ólíklegt að 49ers vinni leikinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.