Kjarninn - 30.01.2014, Blaðsíða 16

Kjarninn - 30.01.2014, Blaðsíða 16
05/10 Húsnæðismál Flestar íbúðir sjóða GAMMA eru í miðbæ Reykjavíkur, í póstnúmeri 101, um sjötíu talsins. Svipaður fjöldi, tæplega sjötíu íbúðir sjóðanna, er í austurhluta borgarinnar, í póst- númerum 104 og 105, og á þriðja tug íbúða í Vesturbænum. Þá eiga sjóðirnir fjörutíu íbúðir í Hafnarfirði, 55 íbúðir við Vindakór í Kópavogi og á annan tug íbúða annars staðar í Kópavogi. Aðrar íbúðir á vegum sjóða GAMMA eru á víð og dreif um borgina. Engin merki eru um að kaupum GAMMA á íbúðar- húsnæði sé lokið. Sjóðir félagsins hafa keypt hátt í níutíu fasteignir síðan í október, en síðustu kaupsamningar voru undirritaðir í lok desember þegar sjóður á vegum GAMMA keypti sjö íbúðir. spákaupmennska vegna hækkandi íbúðaverðs Stórfelld íbúðakaup GAMMA á eftirsóttum svæðum á höfuð- borgarsvæðinu eru í takt við væntingar félagsins til hækk- andi íbúðaverðs. Í skýrslu sem unnin var í september árið 2011 af starfsmönnum félagsins og kynnt var á lokuðum fundi fyrir fjárfestum í lok árs 2011, eru væntingar félagsins til hækkandi íbúðaverðs útlistaðar. Þar var gert ráð fyrir að fasteignaverð myndi hækka um 27,5 prósent á næstu tveimur árum. Að kaupa fasteignir á tímum lægðar í hagkerfinu, eins og hefur ríkt hér á landi frá hruni, hefði í sögulegu samhengi skilað mun hærri ávöxtun eigendur og STarfSmenn gamma Gísli Hauksson er framkvæmdastjóri GAMMA, en á meðal starfsmanna félagsins auk Agnars Tómasar Möllers má nefna Ásgeir Jónsson, hagfræðing og fyrrverandi forstöðumann greiningardeildar Kaupþings, Valdimar Ármann, hagfræðing og fjár- málaverkfræðing, sem átti sæti í sérfræðingahóp forsætisráðuneytisins um afnám verðtryggingar, Guðmund Björnsson verkfræðing, Sölva Blöndal hagfræðing, kenndan við rapphljómsveitina Quarashi, Jón Sigurðsson, viðskiptafræðing og fyrrverandi forstjóra FL Group, og Lýð Þór Þorgeirs- son verkfræðing, en hann starfaði um tíma hjá fyrirtækjaráðgjöf Kaupþings. Stærstu eigendur GAMMA eru Gísli Hauks- son og Agnar Tómas Möller en aðrir eigendur eru Straumnes eignarhaldsfélag, í eigu Bjargar Fenger, eiginkonu Jóns Sigurðssonar , Volga ehf., í eigu Guðmundar Björnssonar, Valdimar Ármann og Lýður Þór Þorgeirsson. Samkvæmt frétt Viðskiptablaðsins frá 10. janú- ar keyptu helstu hluthafar GAMMA tæplega 27 pró- senta hlut MP Banka í félaginu á rúmar 200 milljónir króna, en miðað við það er félagið metið á rúman milljarð króna. Nýr hluthafi bættist þá í hópinn, áðurnefndur Lýður Þór, sem er framkvæmdastjóri sérhæfðra fjárfestinga hjá GAMMA.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.