Kjarninn - 30.01.2014, Blaðsíða 17

Kjarninn - 30.01.2014, Blaðsíða 17
06/10 Húsnæðismál en 1,5 prósentum umfram verðlag, sem er meðaltals hækkun fasteignaverðs umfram verðlag síðustu fimmtíu árin á Ís- landi. Eftirsóknarverðir staðir hækkuðu í verði eftir því sem fleiri kaupendur væru til staðar, samhliða hækkandi elds- neytisverði og launahækkunum. Svo lengi sem þessir þættir héldu áfram að verka saman hérlendis, hækkun raunlauna og fjölgun á höfuðborgarsvæðinu, myndi fasteignaverð sýna hækkunarviðleitni umfram verðlag. Ekki verður annað séð en að GAMMA veðji hér á réttan hest. Lítið sem ekkert hefur verið byggt af íbúðarhúsnæði á Íslandi frá hruni og von er á risastórum árgöngum nýrra kaupenda á markað á næstu árum. Jafnvel þótt eitthvað sé til af íbúðum, bæði ókláruðum og fullbúnum, á höfuðborgar- svæðinu mun framboðið hvergi nærri anna eftirspurn nýrra fasteignakaupenda. Aldur þeirra sem ráðast í fasteignakaup í fyrsta skiptið er á bilinu 20-30 ára að meðaltali, en samkvæmt tölum frá Hagstofunni eru einstaklingar á því aldursbili liðlega 51 þúsund talsins. Þannig er von á holskeflu nýrra fasteignakaupenda á markaðinn á næstu árum en hvergi nærri er nóg húsnæði fyrir hendi til að anna eftirspurninni, og töluverðan tíma mun taka að uppfylla með nýbyggingum. Samkvæmt upplýsingum Kjarnans eru flestar íbúðir GAMMA tveggja til þriggja herbergja, sjötíu til hundrað fer- metrar að stærð. Það rímar ágætlega við væntingar félagsins um hækkandi fasteignaverð og risavaxinnar eftirspurnar HóTaði að leigja „HySKi“ íbúðir gamma Kjarninn hefur heimildir fyrir því að dæmi séu um að GAMMA hafi keypt íbúðir á eftirsóttum svæðum á yfirverði til að hafa sigur í samkeppni um þær og í nokkrum tilfellum hafi Sölvi Blöndal lagt fram kauptilboð í sínu nafni, en nafn sjóða GAMMA síðar verið ritað á kaupsamninginn. Þá herma heimildir Kjarnans að GAMMA hafi reynst öðrum íbúðar- eigendum óþægur ljár í þúfu er varðar kostnaðar- þátttöku vegna viðhalds húsa og sameigna. Þetta hafi skapað mikil óþægindi fyrir húsfélög og íbúða- eigendur sem deili húsi með GAMMA. Heimildarmaður Kjarnans, sem ekki vill láta nafns síns getið, sagði að fasteignasali hjá ónefndri fasteignasölu í Reykjavík hefði haft í hótunum við sig ef hann seldi ekki íbúðina sína til GAMMA. Þessi samskipti hefðu átt sér stað í síðustu viku. Í því tilfelli hefði GAMMA keypt allar íbúðir í húsi við Grettisgötu nema umrædda íbúð. Fasteignasalinn tjáði viðkomandi að ef hann seldi ekki myndi GAMMA bara leigja út hinar íbúðirnar í húsinu til „hyskis“, eins og fasteignasalinn orðaði það sjálfur. Samkvæmt upplýsingum Kjarnans hafði umræddur fasteignasali ekki íbúðir GAMMA til útleigu, en vinnubrögðin gefa mynd af kappinu sem hlaupið er í fasteignasala sökum ágengni GAMMA í íbúðir á ákveðnum svæðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.