Kjarninn - 30.01.2014, Blaðsíða 27

Kjarninn - 30.01.2014, Blaðsíða 27
06/06 topp 5 1 Kunnuglegir tónar úr stofunni Björk Guðmundsdóttir er frægasti Íslendingurinn. Hún er ekki aðeins stærsta stjarna sem Ísland hefur eignast heldur er hún virt á meðal listafólks um allan heim fyrir hugmyndaflug sitt, fjölbreytta tónlist og einstaka framkomu. Hún hefur líka stolið senunni á stærsta sviðinu – svo til alls staðar – oftar en einu sinni. Nærtækast er að nefna þegar hún mætti í Svanakjóln- um á Óskarsverðlaunahátíðina 25. mars 2001 en líka þegar hún flutti lag sitt Declare Independence í Kína árið 2008 og lýsti yfir stuðningi við sjálfstæðisbaráttu Tíbeta. Tíbet, Tíbet! sagði hún endurtekið í upp- klappslagi sínu. Kínversk stjórnvöld urðu æf, enda er ritskoðun óhugnanlega mikil í Kína samhliða öllum hinum augljósu mann- réttindabrotunum. Í alþjóða samfélaginu uppskar Björk virðingu fyrir kjarkinn. Hún þorði meðan næstum allir aðrir listamenn sem koma til Kína þegja um sjálfstæðis- baráttu Tíbet. Á Ólympíu leikunum í Aþenu árið 2004 var hún stærsta stjarna opnunar- hátíðarinnar sem stór hluti íbúa heimsins horfði á. Þá fékk Björk Gullpálmann í Cann- es fyrir leik sinn í kvikmyndinni Dancer in the Dark eftir danska leikstjórann Lars Von Trier. Hún sagði aðeins „takk“ þegar hún tók við verðlaunum sínum og yfirgaf síðan salinn við dynjandi lófatak helstu kvikmynda- stjarna heimsins. Árangur hennar mældur í seldum plötum er ótrúlegur, ekki síst í ljósi þess að tónlist hennar er ekki meginstraumstónlist sem hljómar ótt og títt á útvarps- stöðvum. Plöturnar hafa selst í milljón- um eintaka um allan heim og tónleikar hennar fá iðulega frábæra umsögn. Ég man sterkt eftir því þegar ég var skiptinemi við Kaupmannahafnarháskóla veturinn 2003 til 2004 og gekk um ganga skólabyggingar heimspekideildarinnar út á Amager. Innan úr einni stofunni bárust kunnuglegir tónar; djassmeistaraverkið Gling gló sem Björk gaf út með tríói Guðmundar Ingólfs sonar píanóleikara. Það voru að mestu franskir skiptinemar sem sátu í stofunni, töluðu saman og drukku bjór. Sumir þeirra sungu með og kunnu íslenska textann upp á hár. Þarna blasti við hvað Björk Guðmunds- dóttir er þekkt og hefur haft mikinn áhrif um allan heim.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.