Kjarninn - 30.01.2014, Blaðsíða 32

Kjarninn - 30.01.2014, Blaðsíða 32
04/05 nEytEnDamál mjólkurframleiðsla niðurgreidd um 6,5 milljarða á ári Innfluttar landbúnaðarvörur bera mjög háa tolla. Samkvæmt upplýsingum frá Samtökum verslunar og þjónustu eru þeir tollar til dæmis um 30 prósent á innfluttum ostum auk þess sem allt að 500 króna gjald er lagt á hvert kíló. Auk þess greiðir ríkissjóður himinháar fjárhæðir í styrki til mjólkur- framleiðslu á hverju ári. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi ársins 2014 fara 6.465 milljónir króna í þá á þessu ári. Íslenskum fyrirtækjum og einstaklingum býðst hins vegar að flytja inn tollfrjálsar landbúnaðarvörur undir svo- kölluðum tollkvótum. Þeir eru tvenns konar; annars vegar er um Evrópusambandskvóti og hins vegar WTO(Alþjóða við- skiptastofnunin)-kvóti sem íslenskum stjórnvöldum er skylt að úthluta vegna gerðra viðskiptasamninga. Innflutningur innan þessara kvóta er undanskilinn greiðslu á þeim háu tollum sem annars eru á innflutning á landbúnaðarvörum. Kvótarnir eru hins vegar boðnir út. Þeir sem „fá“ þá þurfa því að greiða fyrir að flytja inn tollfrjálst og sú greiðsla skilar sér út í verð til neytenda. Í lok nóvember síðastliðins sendu Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði, sem sjá MS fyrir hráefni, bréf til landbúnaðar- ráðuneytisins og óskuðu eftir auknum tolkvóta á smjör til að mæta þeim skorti sem blasti við fyrir jólin. Beiðnin var síðan afturkölluð tveimur dögum síðar og þess í stað ákvað MS að flytja inn írska smjörið og greiða af því tolla og gjöld. Þeir námu um 50 milljónum króna. Vilja afnema Tolla á SVín og KjúKling að fullu Samráðsvettvangur um aukna hagsæld á Íslandi, sem skipaður er formönnum allra stjórnmálaflokka og helstu hagsmunasamtaka og fulltrúum háskóla- samfélagsins, sveitarfélaga og stjórnenda fyrirtækja úr ýmsum atvinnugreinum, hefur verið starfandi frá því snemma á síðasta ári. Í tillögum sem verkefna- stjórn hans lagði fram eru lagðar til breytingar á íslenska landbúnaðarkerfinu. Þar er meðal annars lagt til að tollar á svína- og alífuglakjöt, sem er aðallega kjúklingakjöt, verði afnumdir að fullu og að aðrir almennir tollar verði lækkaðir um 50 prósent. Þá lagði verkefnastjórnin til að lagðir yrðu af tollar af öllum vörum sem keppa ekki við innlenda framleiðslu, til dæmis andakjöti, dádýrakjöti og parmesanosti. Við þessar breytingar var reiknað með að innfluttar vörur myndu skapa aukið samkeppnislegt aðhald gagnvart innlendri framleiðslu, neytendum til góða, enda myndi verð til neytenda lækka til muna. Afnám tolla á svína- og alífuglakjöt myndi til að mynda lækka um 20 til 50 prósent, samkvæmt útreikningum verkefnastjórnarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.