Kjarninn - 30.01.2014, Blaðsíða 33

Kjarninn - 30.01.2014, Blaðsíða 33
05/05 nEytEnDamál En af hverju ákvað MS frekar að borga 50 milljónir króna en að fá aukningu á tollfrjálsum kvóta? Innan smásölu- geirans telja menn að það sé vegna þess að ef MS verður uppvíst að því að geta ekki annað eftirspurn á smjöri og öðrum mjólkurafurðum mega aðrir innflutningsaðilar, til dæmis stórar matvörukeðjur, óska eftir því að fá að flytja inn erlendar vörur til að geta annað eftirspurn. Með því að flytja inn tollað írskt smjör, og greiða 50 milljónir króna, var komist hjá því að keppi- nautarnir gætu flutt inn vörur. Hafa áður notað erlent hráefni í „íslenska“ vöru MS flytur inn um 220 tonn á ári af erlendum sérostum undir ofangreindum toll- kvótum. Einar segir að MS hafi að meðaltali verið út- hlutað um tólf prósentum þessara kvóta á ári. Félagið taki þátt í þessum innflutningi til að þjóna minni verslunum og veitingastöðum, sem telji ekki hagkvæmt að sækja um kvóta en vilji gjarnan fá osta úr þessum flokkum til endursölu. Spurður hvort félagið hafi flutt inn hráefni til að drýgja vörur MS áður segir Einar að það hafi gerst í hruninu. Þá hrundi sala á sérvörum sem fluttar eru inn undir tollkvótum hrunið. „MS tók á þessum tíma um 7,7 tonn af innfluttum osti til bræðslu. Það hefur ekki verið gert síðan og verður ekki gert aftur. Félagið lítur svo á að þetta hafi verið misráðið. Þetta er eina dæmið sem við þekkjum um nýtingu á erlendu mjólkurhráefni fyrir utan smjörinnflutninginn í fyrra.“ Um hollenska gæðaosta var að ræða sem voru settir í smurosta og aðrar vörur sem merktar eru vörumerkjum MS. Sá ostur sem var bræddur var um helmingur þeirra sérvara sem MS flutti inn undir tollkvótum árið 2009. blandað í smurosta Írska smjörið var notað í rifosta, rjómaosta, kökur og smurosta. Þær vörur sem því var blandað í voru ekki merktar sérstaklega, en þær eru meðal annars mikið notaðar til matargerðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.